Fellur 21 árs gamalt heimsmet í hástökki í Róm í kvöld? Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2014 11:45 Ólympíumeistarinn Ivan Ukohv er búinn að stökkva 2,41 metra utanhúss á árinu. Vísir/getty Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Demantamótaröðin í frjálsíþróttum heldum áfram í kvöld þegar fjórða mót ársins fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm. Mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 18.00. Hástökk karla náði aftur nýjum hæðum á heimsmeistaramótinu í Moskvu á síðasta ári sem Úkraínumaðurinn BohdanBondarenko vann með stökki upp á 2,41 metra. Samkeppnin er svakaleg í hástökkinu og styttist í að 21 árs gamalt heimsmet Kúbverjans JaviersSotomayors falli en hann stökk 2,45 metra í Salamanca á Spáni árið 1993. Fjórir bestu hástökkvarar heims í dag hafa allir stokkið yfir 2,40 metra á ferlinum og aðeins einn þeirra hefur ekki farið yfir þá hæð á árinu. Þetta eru þeir Ivan Ukhov frá Rússlandi, Ólympíumeistari, DerekDrouin frá Kanada, Mutaz Essa Barshim frá Katar og heimsmeistarinn BohdanBondarenko frá Úkraínu.Mutaz Essa Barshim, Bohdan Bondarenko og Derek Drouin keppa allir í kvöld ásamt Ukhov.vísir/gettyÓlympíumeistarinn Ivan Ukhov stökk 2,42 metra innanhúss í Prag í febrúar en það er næstbesta stökk sögunnar á eftir heimsmeti Sotomayors. Ukhov byrjaði tímabilið svo vel utandyra og stökk 2,41 metra þegar hann vann fyrsta Demantamótið í Doha í Katar í síðasta mánuði. Þegar Ukhov stökk fyrst yfir 2,40 metra árið 2009 var hann aðeins ellefti maðurinn í sögunni til að gera slíkt. Í kvöld keppa fjórir sem hafa farið yfir þá hæð. Auk hástökksins verða margar aðrar frábærar keppnir á dagskrá í kvöld en mótið í Róm lokkar jafnan skærustu stjörnur heims til sín.Shelly-Ann Fraser-Pryce keppir í 200 metra hlaupi.Vísir/getty1.500 metra hlaupið í Róm er alltaf ein vinsælasta greinin en heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj frá því 1998 var sett á þessu móti. Í kvöld mætast heimsmeistarinn utanhúss, AsbelKiprop frá Kenía og heimsmeistarinn innanhúss, AyanlehSouleiman frá Djíbútí.Shelly-Ann Fraser-Pryce mætir aftur til leiks í 200 metra hlaupi kvenna sem og heimsmeistari kvenna í 800 metra hlaupi, Eunice Sum frá Kenía.Genzebe Dibaba, sem drottnaði yfir langhlaupunum á innanhústímabilinu, spreytir sig í 5.000 metrunum, fyrsta hlaupi sínu utanhúss á árinu, og þá mæta til leiks allar þrjár konurnar sem unnu til verðlauna í langstökki kvenna á HM í Moskvu á síðasta ári.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira