Sport

Nadal meistari fimmta árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rafael Nadal með bikarinn.
Rafael Nadal með bikarinn. Vísir/AFP
Spánverjinn Rafael Nadal varð meistari á Opna franska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Serbanum Novak Djokovic í úrslitaleik í dag.

Nadal sigraði landa sinn David Ferrer í fjórðungsúrslitum og Skotann Andy Murray í undanúrslitum, á meðan Djokovic sigraði Milos Raonic frá Kanada og Ernests Gulbis frá Lettlandi.

Djokovic byrjaði leikinn í dag betur og vann fyrsta settið 6-3. Spánverjinn svaraði með því að vinna annað settið 7-5 og það þriðja 6-2. Nadal tryggði sér svo sigurinn þegar hann vann fjórða settið 6-4.

Þetta var fimmti sigur Nadals í röð á Opna franska og sá níundi á síðustu tíu árum. Enginn hefur unnið mótið jafn oft og Nadal.

Nadal hefur nú unnið 14 stórmót á ferlinum, jafn mörg og Bandaríkjamaðurinn Pete Sampras vann á árunum 1990-2002. Nadal vantar aðeins þrjá stórmótstitla til að jafna við Roger Federer sem hefur unnið 17 slíka.

Nadal varð sömuleiðis í dag sá fyrsti til að vinna titil á stórmóti tíu ár í röð.

Stórmótstitlar Rafaels Nadal:

Opna franska: 9 sigrar (2005, 2006, 2007, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014)

Opna ástralska: 1 sigur (2009)

Wimbledon: 2 sigrar (2008, 2010)

Opna bandaríska: 2 sigrar (2010, 2013)

Nadal trúir ekki sínum eigin augum eftir að hafa tryggt sér sigurinn.Vísir/AFP
Nadal hefur unnið Opna franska meistaramótið níu sinnum, oftar en nokkur annar.Vísir/AFP
Nadal á ferðinni í úrslitaleiknum í dag.Vísir/AFP
Nadal og Djokovic með verðlaunagripina.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Murray kominn með nýjan þjálfara

Skoski tenniskappinn Andy Murray hefur fengið nýjan þjálfara. Hún heitir Amélie Mauresmo og kemur frá Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×