Ingi Norðurlandameistari | Krister fékk brons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 18:16 Ingi Rúnar var í ham um helgina. Frjálsíþróttasamband Íslands Ingi Rúnar Kristinsson vann til gullverðlauna í U-23 ára flokki í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Ingi fékk 7156 stig, rétt tæplega 300 stigum meira en næsti maður, Aleksi Tounenen frá Finnlandi. Ingi kom áttundi í mark í 110m grindahlaupi, fyrstu grein dagsins. Hann vann svo öruggan sigur í kringlukasti, en hann kastaði kringlunni 43,02 metra. Ingi sigraði einnig í stangarstökki, þar sem hann lyfti sér yfir 4,60 metra. Í spjótkastinu kastaði Ingi 49,99 metra og hafnaði í 5. sæti. Hann kom svo sjöundi í mark í 1500m hlaupi, lokagrein dagsins.Hermann Þór Haraldsson endaði í 6. sæti í sama flokki með 6107 stig og bætti sig um rúmlega 200 stig. Stefán Þór Jósefsson hafnaði í 9. sæti með 5491 stig, en hann bar hins vegar sigur úr býtum í 1500m hlaupinu (4:36,37).Krister Blær Jónsson vann til bronsverðlauna í U-20 ára flokki í tugþraut. Hann fékk alls 6934 stig fyrir greinarnar tíu. Krister varð þriðji í 110m grindahlaupi (15,27 sek.) og sjötti í kringlukasti, þar sem hann kastaði 31,52 metra. Krister varð í 2.-3. í stangarstökkinu (4,60 m) og fjórði í spjótkastinu, en hann kastaði 51,82m. Krister kom svo þriðji í mark í 1500m hlaupi, á tímanum 4:40,75. Yngri bróðir hans, Tristan Freyr, var aðeins 54 stigum frá því að vinna til bronsverðlauna í U-18 ára flokki. Tristan kom fyrstur í mark í 100m hlaupi, á 11,22 sekúndum. Hann varð annar í langstökki þar sem hann stökk 6,81 metra, sjötti í kúluvarpi (11,75 m) og fjórði í hástökki (1,79 m). Tristan lauk svo deginum á því að koma fjórði í mark í 1500m hlaupinu, á tímanum 4:53,33. Hann fékk samtals 6601 stig í greinunum tíu um helgina. Þeir Ari Sigþór Eiríksson (5350 stig), Guðmundur Karl Úlfarsson (5081 stig) og Fannar Yngvi Rafnarsson (4836 stig) röðuðu sér í 7.-9. sæti.Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í 9. sæti í U-20 ára flokki kvenna með 4724 stig sem er bæting um rúmlega 50 stig.Irma Gunnarsdóttir endaði í 7. sæti í U-18 ára flokki kvenna. Irma, sem er 16 ára gömul, fékk 4359 stig. HannaÞráinsdóttir, sem er árinu eldri, fékk 3574 stig og endaði í 10. sæti. Fyrr í dag varð SveinbjörgZophoníasdóttir Norðurlandameistari í sjöþraut í U-23 ára flokki.Ingi mundar kúlunaFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær varpar kúlunniFrjálsíþróttasamband ÍslandsIngi í loftköstumFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær (lengst til vinstri) á sprettiFrjálsíþróttasamband Íslands Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sveinbjörg Norðurlandameistari Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina. 8. júní 2014 16:11 Sveinbjörg í góðri stöðu Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi. 8. júní 2014 09:00 Erfiðara að horfa á Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina. 7. júní 2014 06:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Ingi Rúnar Kristinsson vann til gullverðlauna í U-23 ára flokki í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu sem fór fram á Kópavogsvelli um helgina. Ingi fékk 7156 stig, rétt tæplega 300 stigum meira en næsti maður, Aleksi Tounenen frá Finnlandi. Ingi kom áttundi í mark í 110m grindahlaupi, fyrstu grein dagsins. Hann vann svo öruggan sigur í kringlukasti, en hann kastaði kringlunni 43,02 metra. Ingi sigraði einnig í stangarstökki, þar sem hann lyfti sér yfir 4,60 metra. Í spjótkastinu kastaði Ingi 49,99 metra og hafnaði í 5. sæti. Hann kom svo sjöundi í mark í 1500m hlaupi, lokagrein dagsins.Hermann Þór Haraldsson endaði í 6. sæti í sama flokki með 6107 stig og bætti sig um rúmlega 200 stig. Stefán Þór Jósefsson hafnaði í 9. sæti með 5491 stig, en hann bar hins vegar sigur úr býtum í 1500m hlaupinu (4:36,37).Krister Blær Jónsson vann til bronsverðlauna í U-20 ára flokki í tugþraut. Hann fékk alls 6934 stig fyrir greinarnar tíu. Krister varð þriðji í 110m grindahlaupi (15,27 sek.) og sjötti í kringlukasti, þar sem hann kastaði 31,52 metra. Krister varð í 2.-3. í stangarstökkinu (4,60 m) og fjórði í spjótkastinu, en hann kastaði 51,82m. Krister kom svo þriðji í mark í 1500m hlaupi, á tímanum 4:40,75. Yngri bróðir hans, Tristan Freyr, var aðeins 54 stigum frá því að vinna til bronsverðlauna í U-18 ára flokki. Tristan kom fyrstur í mark í 100m hlaupi, á 11,22 sekúndum. Hann varð annar í langstökki þar sem hann stökk 6,81 metra, sjötti í kúluvarpi (11,75 m) og fjórði í hástökki (1,79 m). Tristan lauk svo deginum á því að koma fjórði í mark í 1500m hlaupinu, á tímanum 4:53,33. Hann fékk samtals 6601 stig í greinunum tíu um helgina. Þeir Ari Sigþór Eiríksson (5350 stig), Guðmundur Karl Úlfarsson (5081 stig) og Fannar Yngvi Rafnarsson (4836 stig) röðuðu sér í 7.-9. sæti.Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í 9. sæti í U-20 ára flokki kvenna með 4724 stig sem er bæting um rúmlega 50 stig.Irma Gunnarsdóttir endaði í 7. sæti í U-18 ára flokki kvenna. Irma, sem er 16 ára gömul, fékk 4359 stig. HannaÞráinsdóttir, sem er árinu eldri, fékk 3574 stig og endaði í 10. sæti. Fyrr í dag varð SveinbjörgZophoníasdóttir Norðurlandameistari í sjöþraut í U-23 ára flokki.Ingi mundar kúlunaFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær varpar kúlunniFrjálsíþróttasamband ÍslandsIngi í loftköstumFrjálsíþróttasamband ÍslandsKrister Blær (lengst til vinstri) á sprettiFrjálsíþróttasamband Íslands
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sveinbjörg Norðurlandameistari Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina. 8. júní 2014 16:11 Sveinbjörg í góðri stöðu Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi. 8. júní 2014 09:00 Erfiðara að horfa á Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina. 7. júní 2014 06:00 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Fleiri fréttir „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sjá meira
Sveinbjörg Norðurlandameistari Sveinbjörg Zophoníasdóttir varð efst í sínum aldursflokki (U-23 ára) á Norðurlandameistaramótinu í fjölþrautum sem fer fram á Kópavogsvelli nú um helgina. 8. júní 2014 16:11
Sveinbjörg í góðri stöðu Norðurlandamótið í fjölþrautum fer fram á Kópavogsvelli um helgina. Eftir fyrri keppnisdag er Sveinbjörg Zophoníasdóttir með góðu forystu í U-23 ára flokki kvenna. Hún nældi sér í 3421 stig í greinum dagsins og er 451 stigi á undan næstu konu, Fridu Thorsås frá Noregi. 8. júní 2014 09:00
Erfiðara að horfa á Synir Jóns Arnars Magnússonar, fyrrum tugþrautarkappa taka þátt í Norðurlandamótinu í fjölþrautum ungmenna á Kópavogsvelli um helgina. 7. júní 2014 06:00