Ingi kom áttundi í mark í 110m grindahlaupi, fyrstu grein dagsins. Hann vann svo öruggan sigur í kringlukasti, en hann kastaði kringlunni 43,02 metra.
Ingi sigraði einnig í stangarstökki, þar sem hann lyfti sér yfir 4,60 metra. Í spjótkastinu kastaði Ingi 49,99 metra og hafnaði í 5. sæti. Hann kom svo sjöundi í mark í 1500m hlaupi, lokagrein dagsins.
Hermann Þór Haraldsson endaði í 6. sæti í sama flokki með 6107 stig og bætti sig um rúmlega 200 stig. Stefán Þór Jósefsson hafnaði í 9. sæti með 5491 stig, en hann bar hins vegar sigur úr býtum í 1500m hlaupinu (4:36,37).
Krister Blær Jónsson vann til bronsverðlauna í U-20 ára flokki í tugþraut. Hann fékk alls 6934 stig fyrir greinarnar tíu.
Krister varð þriðji í 110m grindahlaupi (15,27 sek.) og sjötti í kringlukasti, þar sem hann kastaði 31,52 metra.
Krister varð í 2.-3. í stangarstökkinu (4,60 m) og fjórði í spjótkastinu, en hann kastaði 51,82m. Krister kom svo þriðji í mark í 1500m hlaupi, á tímanum 4:40,75.
Yngri bróðir hans, Tristan Freyr, var aðeins 54 stigum frá því að vinna til bronsverðlauna í U-18 ára flokki.
Tristan kom fyrstur í mark í 100m hlaupi, á 11,22 sekúndum. Hann varð annar í langstökki þar sem hann stökk 6,81 metra, sjötti í kúluvarpi (11,75 m) og fjórði í hástökki (1,79 m).
Tristan lauk svo deginum á því að koma fjórði í mark í 1500m hlaupinu, á tímanum 4:53,33. Hann fékk samtals 6601 stig í greinunum tíu um helgina.
Þeir Ari Sigþór Eiríksson (5350 stig), Guðmundur Karl Úlfarsson (5081 stig) og Fannar Yngvi Rafnarsson (4836 stig) röðuðu sér í 7.-9. sæti.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir hafnaði í 9. sæti í U-20 ára flokki kvenna með 4724 stig sem er bæting um rúmlega 50 stig.
Irma Gunnarsdóttir endaði í 7. sæti í U-18 ára flokki kvenna. Irma, sem er 16 ára gömul, fékk 4359 stig. HannaÞráinsdóttir, sem er árinu eldri, fékk 3574 stig og endaði í 10. sæti.
Fyrr í dag varð SveinbjörgZophoníasdóttir Norðurlandameistari í sjöþraut í U-23 ára flokki.



