Skoðun

Ástríðan

Tryggvi Gunnarsson skrifar
Síðasta haust vorum við veiðifélagarnir að gera okkur klára í okkar árlega veiðitúr. Flugustangirnar og fluguboxin voru komin í bílinn og allt að verða klárt. Síminn hringir og ég beðinn að koma í málstofu í Háskólanum á Akureyri daginn eftir. 3ja daga veiðitúrinn í uppnámi .Ég horfi í augun á veiðifélaganum og trúleysi blasir við. Hann trúir því ekki að ég ætli að skjótast heim í málstofu á vakt númer 2. Þá eigum við að vera á besta svæðinu í ánni. Ég lýk samtalinu og tilkynni honum að hann megi sitja einn að vaktinni .  Félaginn er orðlaus , andlitið sviplaust og síðan kom spurninginn. Hvað ertu að hugsa ? Já , hvað er ég að spá hugsa ég. Andinn er dreginn djúpt og í útblæstrinum kem ég því út úr mér að það sé heiður fyrir mig að vera boðinn í málstofu til að ræða mál sem eru mér hugleikin. Nefnilega bæjarmál. Ég er nefnilega stoltur að hafa verið kjörin af bæjarbúum til að starfa í umboði þeirra.

Stoltur

Ég er stoltur að fá að starfa með fólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að gera bæinn okkar betri. Margar ákvarðanir á líðandi kjörtímabili fylla brjóst mitt af stolti. Glerárdalur gerður að fólkvangi , hjóla og göngustígagerð hefur verið til fyrirmyndar , ný menningarstefna , ný atvinnustefna , gervigrasvöllur á KA svæði , ný félagsaðstaða fyrir Hestamannafélagið Léttir , uppbyggingasamningur við Bílaklúbb Akureyrar , nýir rekstrasamningar við íþróttafélögin í bænum , uppbyggingarsamningur við  Nökkva og Skátafélagið Klakk  , Dalsbraut , aukið fé í félagsmiðstöðvar bæjarins , nýtt miðbæjarskipulag  og  virkjun á Glerárdal. Þetta er aðeins brot að því sem gerir mig stoltan.

Reynslan

Ég er stoltur reynslubolti í bæjarmálum á Akureyri. 12 ára reynsla bæði í minnihluta og meirihluta hefur kennt mér ýmislegt.  Ég hef fengið að vinna í flestum málaflokkum bæjarins  s.s. skóladeild , félagsmálaráði , íþróttaráði , samfélags og mannréttindaráði.  Það er bæjarbúum að þakka að ég búi yfir mikilli reynslu í málefnum bæjarins. Það er bæjarbúum að þakka að ég fæ að starfa af ástríðu og stolti fyrir bæjarfélagið . Það eru bæjarbúar sem geta tryggt það að L – listinn verði áfram leiðandi afl í bænum okkar fagra. 




Skoðun

Sjá meira


×