Paul Casey tekur forystuna á Memorial 31. maí 2014 01:23 Paul Casey hefur verið frábær á Memorial mótinu til þessa. Getty. Englendingurinn Paul Casey leiðir á Memorial mótinu sem fram fer á Muirfield vellinum í Ohio en hann er á 12 höggum undir pari eftir 36 holur. Casey hefur leikið hringina tvo á 66 höggum eða sex undir pari og leiðir hann mótið með þremur höggum. Í öðru sæti á níu höggum undir pari er hinn högglangi Bubba Watson en Chris Kirk er í þriðja sæti á átta undir. Það sem vakti mesta athygli í dag var þó frammistaða Rory McIlroy sem leiddi mótið með þremur höggum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 63 höggum eða níu undir pari. Hann fór greinilega vitlaust fram úr í morgun en hann lék annan hring á 78 höggum eða sex yfir pari, heilum 15 höggum frá skorinu í gær. McIlroy er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari en áhugavert verður að sjá í hvernig stuði hann mætir til leiks á morgun.Jordan Spieth er einnig á þremur höggum undir pari eftir 36 holur en Phil Mickelson er á tveimur höggum undir eftir að hafa leikið á 70 höggum eða tveimur undir í dag. Þá er Adam Scott í fínum málum í tíunda sæti á fimm höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30. Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Paul Casey leiðir á Memorial mótinu sem fram fer á Muirfield vellinum í Ohio en hann er á 12 höggum undir pari eftir 36 holur. Casey hefur leikið hringina tvo á 66 höggum eða sex undir pari og leiðir hann mótið með þremur höggum. Í öðru sæti á níu höggum undir pari er hinn högglangi Bubba Watson en Chris Kirk er í þriðja sæti á átta undir. Það sem vakti mesta athygli í dag var þó frammistaða Rory McIlroy sem leiddi mótið með þremur höggum eftir að hafa leikið fyrsta hring á 63 höggum eða níu undir pari. Hann fór greinilega vitlaust fram úr í morgun en hann lék annan hring á 78 höggum eða sex yfir pari, heilum 15 höggum frá skorinu í gær. McIlroy er jafn í 24. sæti á þremur höggum undir pari en áhugavert verður að sjá í hvernig stuði hann mætir til leiks á morgun.Jordan Spieth er einnig á þremur höggum undir pari eftir 36 holur en Phil Mickelson er á tveimur höggum undir eftir að hafa leikið á 70 höggum eða tveimur undir í dag. Þá er Adam Scott í fínum málum í tíunda sæti á fimm höggum undir pari og gæti með góðum hring á morgun blandað sér í baráttu efstu manna en þriðji hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 16:30.
Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti