Innlent

Kjörsókn innan við 50 prósent í Reykjavík

Kjörsókn í dag hefur verið mjög dræm.
Kjörsókn í dag hefur verið mjög dræm. vísir/Pjetur
Einungis 48,6 prósent af þeim sem eru á kjörskrá í Reykjavík höfðu greitt atkvæð til borgarstjórnarkosninganna klukkan átta.

Alls hafa 43.975 kosið sem er talsvert færri en á sama tíma fyrir fjórum árum þegar 53.936 höfðu kosið.

Á grafinu hér fyrir neðan má sjá samanburð á kjörsókn á heila tímanum í fjórum síðustu borgarstjórnarkosningum í Reykjavík.

Á Akureyri klukkan átta var kjörsókn án utankjörfundaratkvæða 53 prósent  samanborið við 64,3 prósent á sama tíma fyrir fjórum árum. Með utankjörfundaratkvæðum er kjörsókn 61 prósent.

Kjörsókn er með minnsta móti í Reykjavík.mynd/Reykjavík
Kjörsókn í Kópavogi er álíka dræm en 48,2 prósent þeirra á kjörskrá höfðu greitt atkvæði klukkan átta, alls 11.389.  

Á sama tíma fyrir fjórum árum var kjörsókn 60,5 prósent

Kjörsókn í Kópavogi er dræm samanborið við síðustu bæjarstjórnarkosningar.Mynd/Kópavogur
.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×