Reykjavík er ekki neitt án ungs fólks Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Magnús Sigurbjörnsson skrifar 20. maí 2014 09:52 Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Brátt verður gengið til kosninga um það hverjir munu stjórna dásamlegu borginni okkar Reykjavík næstu fjögur árin. Oft á ungt fólk í stökustu vandræðum með að ákveða hvaða flokk það eigi að kjósa og þá af hverju. Rök með og á móti hinum og þessum flokkum fara inn um annað eyrað og út um hitt. Oftar en ekki verður niðurstaða ungs fólks eins og okkar að kjósa það sem er mest töff á hverjum tíma. Af hverju ættum við systkinin því að kjósa gamla og góða Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnar-kosningum í lok þessa mánaðar? Jú, því við erum sammála um það að hann er mest töff að þessu sinni. Ekki vegna þess að oddvitinn, Halldór Halldórsson, sé hinn mesti sjarmör, heldur af því að stefna flokksins er skýr valkostur fyrir ungt og frjálslynt fólk. Þær ákvarðanir sem eru teknar núna munu hafa mikil áhrif á framtíð okkar Reykvíkinga.Það þarf miklu meira val Við viljum að frumkvæði og dugnaður einstaklinga og fyrirtækja fái að njóta sín betur því við teljum að það muni skila sér í betri þjónustu til borgarbúa sem og fleiri valkostum. Sjálfstætt starfandi aðilar þurfa að fá fleiri tækifæri til að reka fyrirtæki á sviði grunnþjónustu eins og við fatlaða og eldri borgara, leik- og grunnskóla og sorphirðu. Sjálfstæð fyrirtæki munu veita borgarkerfinu mikilvæga samkeppni, sem mun bæta þjónustu við alla. Hér er grundvallarmunur á stefnu Sjálfstæðisflokksins og annarra flokka. Sjálfstæðisflokkurinn setur fram skýra kröfu um lækkun útsvars í borginni. Fjölmargir skilja ekki útsvarið sem Reykjavíkurborg innheimtir, eins og vinur okkar systkina sem sagði okkur frá nýju vinnunni sinni sem hann fékk eftir nám. Hann var þó furðulostinn yfir útborgun seinasta mánaðar af því að það fór svo há upphæð af laununum í skatt. Stór hluti skattsins, rennur beint í vasa Reykjavíkurborgar. Það er einmitt vandamálið, það er mikilvægt að við, vinur okkar og aðrir borgarbúar haldi eftir meira af sínum tekjum og ráðstafi fjármunum sínum eftir eigin þörfum. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn í framboði sem hefur það á stefnuskrá sinni að breyta þessu og lækka skatta.Gerum Reykjavík að framtíðarborg Við erum ein af þeim sem viljum búa í Reykjavík í framtíðinni. Það höfum við gert frá fæðingu og teljum Reykjavík hafa alla burði til þess að verða besta sveitarfélagið til að búa í. Við teljum þó að margt þurfi að bæta í Reykjavík. Okkur langar ekki að þurfa að leita annað og borgin verður að vera samkeppnishæf við nágrannasveitarfélög um unga fólkið. Það er erfitt að sjá góða vini flytja með fjölskyldur sínar í önnur sveitarfélög, því þar er hagstæðara og betra að búa. Reykjavíkurborg þarf ekki einungis að standa undir væntingum okkar til að búa í framtíðinni, heldur á hún að standa upp úr sem höfuðborg okkar allra. Þess vegna ætlum við að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Ekki eingöngu af því að hann er gamall og góður heldur af því að okkur þykir stefnan langbest og líka bara drullu töff.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun