„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2014 19:33 Viðar Örn hefur farið á kostum inn á vellinum. mynd/skjáskot af vefsíðu RÚV/ fésbókarsíða Vålerenga „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós þann sjöunda maí. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Viðar Örn hefur sjálfur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Fram kemur í frétt Dagbladet að ótrúlegt sé hversu vel Viðar hefur spilað á tímabilinu þegar hugur hans er hjá móður hans „Vissulega hefur þetta áhrif á mig. Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar en það er svo lítið sem ég get gert við þessu. Maður reynir að aðstoða og auðvitað væri betra ef ég væri núna heima á Íslandi.“ Viðar segist hlakka til að komast heim þegar hlé verður gert á deildarkeppninni í Noregi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni hefur honum gengið ótrúlega vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennskunni. Viðar Örn er búinn að skora tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í tíu leikjum og er langmarkahæstur í deildinni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira
„Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós þann sjöunda maí. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Viðar Örn hefur sjálfur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Fram kemur í frétt Dagbladet að ótrúlegt sé hversu vel Viðar hefur spilað á tímabilinu þegar hugur hans er hjá móður hans „Vissulega hefur þetta áhrif á mig. Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar en það er svo lítið sem ég get gert við þessu. Maður reynir að aðstoða og auðvitað væri betra ef ég væri núna heima á Íslandi.“ Viðar segist hlakka til að komast heim þegar hlé verður gert á deildarkeppninni í Noregi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni hefur honum gengið ótrúlega vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennskunni. Viðar Örn er búinn að skora tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í tíu leikjum og er langmarkahæstur í deildinni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Sjá meira