Renan Barao | 33 bardagar í röð án ósigurs Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. maí 2014 22:15 Renan Barao rotar Eddie Wineland með snúandi hliðarsparki. Vísir/Getty Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira
Næstkomandi laugardagskvöld berst Renan Barao (32-1(1)) við TJ Dillashaw (9-2) um bantamvigtartitil UFC. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 og hefst útsendingin klukkan 2 á Stöð 2 Sport.7-0 í UFC, taplaus í 33 bardögum í röð og tapaði síðast árið 2005. Þrátt fyrir þessar tölur virðist Renan Barao vera stórlega vanmetinn. Þessi 27 ára Brasilíumaður mun verja UFC belti sitt í fjórða sinn á laugardaginn og virðist verða betri með hverri titilvörninni. Eftir að hafa byrjað sem glímumaður að upplagi hefur Barao tekið stórtækum framförum á öllum sviðum bardagans. Frá því hann tók sinn fyrsta MMA bardaga 18 ára að aldri hefur boxið hans, og síðar sparkboxið hans, farið frá því að vera undir meðallagi í að verða stórgott. Hann er einn af örfáum bardagamönnum í heiminum í dag sem er frábær á öllum vígstöðum bardagans. Hann er baneitraður í gólfinu og hefur sigrað 14 bardaga eftir uppgjafartök. Oft er hann að klára bardagana í gólfinu eftir að hafa kýlt andstæðing sinn niður. Andstæðingum hans hefur gengið illa að koma honum á bakið þar sem hann hefur varist 19 af 20 fellutilraunum andstæðinga sinna í UFC! Þrátt fyrir að vera frábær í gólfinu og í standandi viðureign er sennilega stærsti styrkleiki hans drápseðlið. Þetta kom bersýnilega í ljós í hans fyrstu bardögum og er drápseðlið enn sterkt í honum. Þegar hann sér að andstæðingurinn er meiddur veður hann í þá og reynir eftir fremsta megni að klára þá líkt og hungraður hákarl sem finnur lykt af blóði. Barao æfir hjá einu besta MMA liði veraldar, Nova União í Brasilíu. Þar æfir hann ásamt mönnum eins og Jose Aldo, Jussier Formiga, Thales Leites, Johny Eduardo og fleirum. Laugardagskvöld mætir hann TJ Dillashaw sem æfir með Team Alpha Male. Þetta verður í fimmta sinn sem Nova União og Team Alpha Male keppendur mætast í titilbardaga í UFC og alltaf hefur Nova União haft betur. Hvað gerist á laugardagskvöldið skal ósagt látið en bardaginn er aðalbardaginn á UFC 173 bardagakvöldinu sem fram fer á laugardagskvöldið.Vísir og MMA Fréttirstarfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Sjá meira