Ekki spenntir fyrir vindmyllum á hafi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2014 14:45 Vindmyllan við vesturströnd Noregs. Statoil/Öyvind Hagen. „Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira