Ekki spenntir fyrir vindmyllum á hafi Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2014 14:45 Vindmyllan við vesturströnd Noregs. Statoil/Öyvind Hagen. „Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að í dag er hvorki markaður né pólitískur vilji til að skapa grundvöll fyrir fjárfesta til að stefna á vindorku í Noregi, hvorki á landi né á hafi,“ segir í leiðara norska blaðsins Teknisk Ukeblad undir fyrirsögninni „Fiasko for norsk havvind“. Þar fjallar ritstjórinn, Tormod Haugstad, um svokallað Hywind-verkefni og stöðuna í vindorkumálum Norðmanna eftir gjaldþrot fyrirtækisins Sway Turbine, sem þróaði fljótandi vindmyllur. Olíufélagið Statoil fjárfesti átta milljarða króna í verkefninu og hugðist sýna fram á að það gæti lagt fram tækniþekkingu til að byggja upp nýja grein endurnýjanlegrar orkuframleiðslu í formi vindorku á hafi. Fyrsta og eina vindmyllan var sett upp árið 2009 við Karmey á vesturströnd Noregs og segir leiðarahöfundur að síðan hafi nánast ekkert gerst. Bjartsýni hafi verið mikil í upphafi en nú sé verkefnið orðið táknrænt fyrir það áhugaleysi sem norskt atvinnulíf sýni vindorkunni. Á sama tíma hvetji umhverfissamtök og vísindamenn til þess að Norðmenn fjárfesti í vindorku til að hefja umbreytinguna yfir í aukna endurnýjanlega orkuframleiðslu. „Gjaldþrotið er sorglegt dæmi um að okkur tekst ekki að yfirfæra tækniþekkingu okkar í olíu- og gasiðnaðinum til að taka forystu á heimsmarkaði í vindorku á hafinu, eins og stjórnmálamenn tala svo fjálglega um,“ segir leiðarahöfundur Teknisk Ukeblad. Statoil sé eitt af félögunum sem fjárfesti í Sway en hafi ekki áhuga á að þróa verkefnið áfram. Ekki hafi svo sem verið við öðru að búast. Statoil hafi fundið nýjar stórar olíu- og gaslindir og þurfi að draga úr öðrum kostnaði til að byggja upp ný olíuvinnslusvæði. Það sé þó ekki útilokað að félagið ákveði á næsta ári að halda áfram verkefni um fimm nýjar vindmyllur við strendur Skotlands. Samtök sem vinna að því að markaðssetja norska tækni á alþjóðavettvangi höfðu áður sagt að þau sæu litla samlegð milli vindorku á hafi og olíugeirans. Það segir leiðarahöfundur lýsa lítilli framsýni. Norsk fyrirtæki í olíuiðnaði hafi þegar sýnt fram á að þau geti framleitt tækjabúnað fyrir vaxandi markað fyrir vindmyllur á sjó.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira