Frambjóðandi sér eftir því að hafa sagt Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni að „fokka sér“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 27. maí 2014 14:04 Kristín Soffía Jónsdóttir er á fjórða sæti lista Samfylkingarinnar. „Ég get sagt þér að fyrir tveimur árum sá ég þessa auglýsingu og upplifði hana sem árás á mig á mína fjölskyldu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, um ummæli sem hún lét falla á Facebook fyrir tæpum tveimur árum um auglýsingu í Fréttablaðinu á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kristín Soffía skrifaði þá færslu á Facebook, við frétt DV, að rússneska Réttatrúnaðarkirkjan mætti „fokka sér“ og að það væri „ömurlegt“ að Reykjavík væri búin að „útdeila lóð til þessa skítasafnaðar“. Kristín Soffía er nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og er í fjórða sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum.Hér má sjá hvað Kristín Soffía sagði á Facebook.Birtist sama dag og Gay Pride Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“. Ekkert nafn var undir auglýsingunni og baðst Fréttablaðið afsökunar á því á sínum tíma. Kristín Soffía segir tímasetninguna á birtingu auglýsingarinnar hafa haft áhrif á viðbrögð sín. Hún segist samt sjá eftir ummælunum. „Auðvitað er orðalagið ekki gott,“ segir Kristín, um það sem hún skrifaði á Facebook. Um lóðarúthlutnina til safnaðarins segir Kristín Soffía: „Úthlutunin var samkvæmt lögum. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og samkvæmt lögum er borginni skylt að veita söfnuðum ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða aðrar sambærilegar byggingar,“ segir Kristín og heldur áfram: „Að sama skapi á hatursfull umræða aldrei rétt á sér. Þau lög verður að virða líka.“Hlynnt trúfrelsi Hún segist sjá eftir ummælunum: „Já, ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim. Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ Kristín segist vera hlynnt trúfrelsi. „Já, ég er hlynnt trúfrelsi, kynfrelsi og baráttu hinsegin fólks um allan heim. Það er mikilvægt að virða mannréttindi fólks.“ Hún segir að trú og trúfélög eigi ekki að skjóta skálkaskjóli yfir þá sem stunda hatursfulla umræðu.Vekja athygli í ljósi umræðunnarUmmæli Kristínar Soffíu hafa vakið athygli og verið í umferð á samfélagsmiðlum, sér í lagi vegna umræðunnar um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um afturköllun lóðar til Félags múslima, á föstudaginn. Ummæli Sveinbjargar hafa verið mikið rædd undanfarna daga og voru meðal annars fordæmd af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Ég get sagt þér að fyrir tveimur árum sá ég þessa auglýsingu og upplifði hana sem árás á mig á mína fjölskyldu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í borgarstjórnarkosningum, um ummæli sem hún lét falla á Facebook fyrir tæpum tveimur árum um auglýsingu í Fréttablaðinu á vegum Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Kristín Soffía skrifaði þá færslu á Facebook, við frétt DV, að rússneska Réttatrúnaðarkirkjan mætti „fokka sér“ og að það væri „ömurlegt“ að Reykjavík væri búin að „útdeila lóð til þessa skítasafnaðar“. Kristín Soffía er nú varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og er í fjórða sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum.Hér má sjá hvað Kristín Soffía sagði á Facebook.Birtist sama dag og Gay Pride Auglýsingin birtist sama dag og Gleðiganga samkynhneigðra fór fram í Reykjavík og hljóðaði svo: „Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían.... Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadyrkendu, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælni, drykkjumenn, lastmálir né ræningar Guðs ríki erfa. (Fyrra bréf Páls til Korin 6:9-10)“. Ekkert nafn var undir auglýsingunni og baðst Fréttablaðið afsökunar á því á sínum tíma. Kristín Soffía segir tímasetninguna á birtingu auglýsingarinnar hafa haft áhrif á viðbrögð sín. Hún segist samt sjá eftir ummælunum. „Auðvitað er orðalagið ekki gott,“ segir Kristín, um það sem hún skrifaði á Facebook. Um lóðarúthlutnina til safnaðarins segir Kristín Soffía: „Úthlutunin var samkvæmt lögum. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að fara að lögum og samkvæmt lögum er borginni skylt að veita söfnuðum ókeypis lóðir undir bænahús, kirkjur eða aðrar sambærilegar byggingar,“ segir Kristín og heldur áfram: „Að sama skapi á hatursfull umræða aldrei rétt á sér. Þau lög verður að virða líka.“Hlynnt trúfrelsi Hún segist sjá eftir ummælunum: „Já, ég sé eftir þessum ummælum og það er gott að fá tækifæri til að biðjast afsökunar á þeim. Andúð mín til þessarar auglýsingarinnar er óbreytt engu að síður.“ Kristín segist vera hlynnt trúfrelsi. „Já, ég er hlynnt trúfrelsi, kynfrelsi og baráttu hinsegin fólks um allan heim. Það er mikilvægt að virða mannréttindi fólks.“ Hún segir að trú og trúfélög eigi ekki að skjóta skálkaskjóli yfir þá sem stunda hatursfulla umræðu.Vekja athygli í ljósi umræðunnarUmmæli Kristínar Soffíu hafa vakið athygli og verið í umferð á samfélagsmiðlum, sér í lagi vegna umræðunnar um ummæli Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, oddvita Framsóknar og flugvallarvina, um afturköllun lóðar til Félags múslima, á föstudaginn. Ummæli Sveinbjargar hafa verið mikið rædd undanfarna daga og voru meðal annars fordæmd af Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Rétttrúnaðarkirkjan keypti auglýsinguna Í Fréttablaðinu á laugardag birtist auglýsing undir yfirskriftinni "Ef kristið fólk þegir þá talar Biblían“ Þar var birt tilvitnun í fyrra Korintubréf Biblíunnar. Þau mistök voru gerð við birtingu auglýsingarinnar að krefjast þess ekki að auglýsandinn nafngreindi sig. Kaupandi auglýsingarinnar er Söfnuður Moskvu-Patríarkatsins á Íslandi, öðru nafni Rússneska rétttrúnaðarkirkjan. Beðist er afsökunar á mistökunum. - bj 13. ágúst 2012 09:15
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08
Umdeild auglýsing Auglýsing, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, hneykslaði marga lesendur, og það skiljanlega. Þar birtist tilvitnun í fyrra Kórintubréf Páls postula, þar sem "kynvillingar“ eru taldir upp í langri runu siðleysingja og glæpamanna, sem muni ekki erfa Guðs ríki. 14. ágúst 2012 06:00