James May fær sér BMW i3 rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 14:39 James May og BMW i3. Jalopnik Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent