James May fær sér BMW i3 rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 27. maí 2014 14:39 James May og BMW i3. Jalopnik Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent
Þríeykið í Top Gear hefur verið óþreytt í þáttum sínum að tala niður rafmagnsbíla og tvinnbíla og því skýtur kannski skökku við að einn þeirra, James May, hafi nú keypt sér rafmagnsbíl. Varð hinn nýi BMW i3 fyrir valinu. James May hefur þó verið þeirra hógværastur er kemur að því að hæðast að bílum sem ganga fyrir öðru en bensíni, en hinir tveir, Jeremy Clarkson og Richard Hammond virðast drekka bensín með morgunmatnum. Ekki er að efa að þeir tveir muni gera stólpagrín af James May er hann birtist á nýja bílnum sínum og vafalaust mun það skila sér í þáttunum ágætu. Ef til vill endar það með því að þeir verða allir komnir á rafmagnsbíla innan tíðar og hætta að ala á auðævum olífursta.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent