Rory McIlroy í sérflokki á fyrsta hring á Memorial 29. maí 2014 22:13 Það virðist fátt stöðva Rory McIlroy þessa dagana. AP/Getty Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory McIlroy fór á kostum á fyrsta hring á Memorial mótinu sem hófst í dag en Norður-Írinn ungi lék á 63 höggum eða níu höggum undir pari. Hann leiðir mótið með þremur höggum og virðist McIlroy vera í banastuði þessa dagana en hann sigraði á BMW PGA meistaramótinu sem kláraðist í síðustu viku. Þrír kylfingar koma á eftir McIlroy jafnir í öðru sæti á sex höggum undir pari en það eru þeir Chris Kirk, Paul Casey og Masters meistarinn Bubba Watson. Memorial mótið er það mót á PGA-mótaröðinni Jack Nicklaus heldur ár hvert en hann hannaði einnig hinn glæsilega Muirfield völl sem leikið er á um helgina.Phil Mickelson átti ansi áhugaverðan hring í dag en eftir 15 holur var hann á fimm höggum undir pari eftir að hafa fengið tíu pör og fimm fugla. Hann endaði hringinn þó með því að fá skolla á 16. holu og tvöfaldan skolla á síðustu tvær holurnar sem þýddi að hann datt niður á parið. Ungstirnið Jordan Spieth var með Mickelson í holli en hann hóf mótið ágætlega og lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Besti kylfingur heims, Adam Scott, hóf einnig mótið með hring upp á 69 högg sem hefði getað verið mun betri ef pútterinn hefði verið heitari hjá honum. Allt stefnir því í spennandi keppni um helgina en annar hringur verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 18:30 á morgun.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira