Teitur kvaddur með virktum | Glæsileg kveðjugjöf Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 10. maí 2014 16:45 Teitur með treyjuna glæsilegu vísir/kj Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira
Teitur Örlygsson kvaddi Stjörnuna í gærkvöld á kveðjuhófi honum til heiðurs og fékk glæsilega kveðjugjöf sem sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni. Teitur hætti sem kunnugt er sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta eftir fimm ára starf og er farinn á ný heim til Njarðvíkur. „Þetta var æðislegt, fullt hús. Frábær kvöldstund, góður matur og flottar gjafir,“ sagði Teitur þegar Vísir heyrði í honum í dag. Teitur fékk þessa glæsilegu treyju sem hann heldur á á myndinni. Framan á henni stendur #TÖ100 en Teitur vann hundraðasta sigur sinn í úrslitakeppni þegar Stjarnan vann þriðja leik Stjörnunnar og KR í úrslitakeppninni í vetur. Aftan á treyjunni eru tölurnar 78 á grænum fleti og 22 á bláum fleti en Teitur vann 78 leiki í úrslitakeppni með Njarðvík og 22 með Stjörnunni. „Ég tími varla að fara í treyjuna. Ég set hana í ramma,“ sagði Teitur um treyjuna glæsilegu en af öðrum gjöfum til Teits er vert að nefna forláta kodda sem hann fékk með mynd af Snorra Erni Arnaldssyni aðstoðarþjálfara sínum hjá Stjörnunni á. Snorri fékk samskonar kodda að gjöf nema hvað hann var með mynd af Teiti á. „Við erum ekki alveg lausir hvor við annan. Nú höfum við hvor annan í rúminu,“ sagði Teitur léttur í bragði að vanda. „Það var frábært að fá tækifæri til að kveðja fólkið. Þetta er kannski ekkert rosalega stór hópur en duglegur. Það er gaman að skilja við þetta sem risadeild. Þetta var ósköp lítil fjölskylda þegar maður kom,“ sagði Teitur um körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann á alltaf eftir að bera góðar taugar til Stjörnunnar þó hann sé farinn á sínar heimaslóðir. „Ég sagði í kveðjuræðunni að við áttum alltaf í erfiðleikum á móti Njarðvík, Justin (Shouse) segir alltaf að það sé mér að kenna. Ungir Njarðvíkingar mæta alltaf brjálaðir gegn okkur og Justin segir að það sé til að sanna sig gegn mér. Okkar lélegasta hlutfall held ég að sé gegn Njarðvík. Ég sagði í gær hvort þetta snerist ekki við núna. Ungir Stjörnustrákar munu alltaf mæta sjóðandi vitlausir gegn mér,“ sagði Teitur með bros á vör að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Heldur sigurgangan áfram? Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Sjá meira