„Það var sætari stelpa á ballinu“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. maí 2014 12:58 Pálmi Haraldsson bar vitni í dag. visir/daníel Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Pálmi Haraldsson, fyrrum eigandi FS38 og framkvæmdastjóri Fons, bar vitni í Aurum-Holding málinu í héraði í dag. Málið fjallar um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. í júlí 2008 vegna kaupa á Aurum Holding. Spurði sérstakur saksóknari Pálma meðal annars að því hvort Jón Ásgeir Jóhannesson hefði komið fram fyrir hönd Pálma hjá Glitni. Því neitaði Pálmi. Hann sagðist sjálfur hafa sóst eftir bréfunum í Glitni og bankinn hefði sömuleiðis viljað laga sína stöðu gagnvart Fons. „Við vissum af þessum aðilum, Damas, sem höfðu áhuga á að koma inn í Aurum og þá var tekinn þessi hefðbundni slagur. Ég vildi fá sem mest og bankinn vildi borga sem minnst,“ sagði Pálmi fyrir dómi í dag. Niðurstaðan hafi verið sá samningur sem allir þekktu nú. Það væri stutta útgáfa sögunnar. Pálmi sagðist hafa viljað fá sex milljarða króna í samningnum og ekki gefið tommu eftir. „Ég veit að ég var mjög erfiður í samningum, starfsmenn bankans voru ekkert svo sáttir. Niðurstaðan, þessir sex milljarðar, stóðst,“ sagði Pálmi Fons hafi gefið út ábyrgð upp á 1750 milljónir króna að hann minnti ef að bankinn færi halloka vegna samningsins. Það hafi verið grófa línan. Aðspurður svaraði Pálmi því til að hann hefði vissulega komið að því hvernig peningunum hefði verið ráðstafað. Pálmi játaði því að umrætt verkefni hefði tengst Stím ehf. því hluti af peningunum hafi farið í að greiða niður skuldir Fons vegna Stím. Hann neitaði því vilyrði hafi verið fyrir því gagnvart Fons að Fons yrði ekki fyrir tjóni vegna þátttöku sinnar í Stím ehf. „Ég man að ég var fúll og reiður en nei, það var ekki til neinn samningur um að Fons kæmi skaðlaust eða yrði bætt tjón.“Jón Ásgeir Jóhannesson var í Héraðsdómi í morgun.visir/daníelÞá spurði sérstakur saksóknari hvort Pálmi myndi eftir eins milljarða króna lánveitingu í febrúar 2008 frá Glitni. „Ég minnist þess ekki,“ sagði Pálmi. Hann neitaði sömuleiðis hvort það lán hefði tengst óuppgerðum viðskiptum við Jón Ásgeir. Saksóknari spurði Pálma hvort hann hefði vitað til þess að Jón Ásgeir hefði þrýst á starfsmenn Glitnis að klára málið. Svaraði Pálmi á þá leið að það hefði ekki verið á sínum vegum. Hins vegar sagði Pálmi að í dag vissi hann sem væri að Glitnir hafi talið betra að eiga viðskipti við fyrrnefndnan Damas. „Ég veit að sjálfsögðu af því í dag að þeir hafi talið að til væri sætari stelpa á ballinu en ég, sem var Damas,“ sagði Pálmi og bætti við að betur hefði hentað Baugi að fá Damas inn.visir/Daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníelvisir/daníel
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira