Adam Scott fellir Tiger af toppi heimslistans Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2014 19:29 Já, nú er ég bara á leiðinni á toppinn, Tiger. Vísir/Getty Adam Scott fellir Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en Ástralinn verður í efsta sætinu þegar nýr listi verður birtur á mánudaginn. Scott hefur fengið fjögur tækifæri á undanförnum vikum til að hirða efsta sætið af Tiger en aldrei tekist það. Þeir eru báðir í fríi þessa vikuna en Scott nær fyrsta sætinu án þess að spila. Adam Scott væri nú þegar kominn á toppinn ef hann hefði sleppt því að keppa á Players-mótinu um síðustu helgi en hann lét það auðvitað ekki framhjá sér fara. Players-mótið er oft kallað fimmta risamótið og þar vilja allir spila. „Það er gaman að komast á toppinn. Ef ég hefði aldrei náð efsta sætinu á ferlinum hefði ég orðið svekktur. En aftur á móti vil ég miklu frekar vinna opna bandaríska mótið og komast aldrei í toppsætið. Þannig er það bara,“ segir Scott sem er alveg sama þó hann sé að ná efsta sætinu án þess að spila. Scott verður fyrsti Ástralinn sem trónir á toppi heimslistans síðan Greg Norman, „hvíti hákarlinn“, var á toppnum í 331 viku á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir Players-mótið um síðustu helgi gátu fjórir kylfingar, Adam Scott, HenrikStenson, Bubba Watson og MattKuchar, allir náð efsta sæti heimslistans en engum tókst það. Kuchar er sá eini af fjórmenningunum sem spilar á Byron Nelson-mótinu um helgina en hann þarf 53 stig til þess að fella Tiger af stalli. Hann fær þó í mesta lagi 40 stig vinni hann mótið og því er ómögulegt fyrir hann að komast í efsta sætið. Þetta er í þrettánda skiptið sem kylfingur kemst á topp heimslistans án þess að spila en það hefur komið fyrir Tiger í tvígang. Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Adam Scott fellir Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en Ástralinn verður í efsta sætinu þegar nýr listi verður birtur á mánudaginn. Scott hefur fengið fjögur tækifæri á undanförnum vikum til að hirða efsta sætið af Tiger en aldrei tekist það. Þeir eru báðir í fríi þessa vikuna en Scott nær fyrsta sætinu án þess að spila. Adam Scott væri nú þegar kominn á toppinn ef hann hefði sleppt því að keppa á Players-mótinu um síðustu helgi en hann lét það auðvitað ekki framhjá sér fara. Players-mótið er oft kallað fimmta risamótið og þar vilja allir spila. „Það er gaman að komast á toppinn. Ef ég hefði aldrei náð efsta sætinu á ferlinum hefði ég orðið svekktur. En aftur á móti vil ég miklu frekar vinna opna bandaríska mótið og komast aldrei í toppsætið. Þannig er það bara,“ segir Scott sem er alveg sama þó hann sé að ná efsta sætinu án þess að spila. Scott verður fyrsti Ástralinn sem trónir á toppi heimslistans síðan Greg Norman, „hvíti hákarlinn“, var á toppnum í 331 viku á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir Players-mótið um síðustu helgi gátu fjórir kylfingar, Adam Scott, HenrikStenson, Bubba Watson og MattKuchar, allir náð efsta sæti heimslistans en engum tókst það. Kuchar er sá eini af fjórmenningunum sem spilar á Byron Nelson-mótinu um helgina en hann þarf 53 stig til þess að fella Tiger af stalli. Hann fær þó í mesta lagi 40 stig vinni hann mótið og því er ómögulegt fyrir hann að komast í efsta sætið. Þetta er í þrettánda skiptið sem kylfingur kemst á topp heimslistans án þess að spila en það hefur komið fyrir Tiger í tvígang.
Golf Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hættum að spila okkar leik“ Körfubolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira