Adam Scott fellir Tiger af toppi heimslistans Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. maí 2014 19:29 Já, nú er ég bara á leiðinni á toppinn, Tiger. Vísir/Getty Adam Scott fellir Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en Ástralinn verður í efsta sætinu þegar nýr listi verður birtur á mánudaginn. Scott hefur fengið fjögur tækifæri á undanförnum vikum til að hirða efsta sætið af Tiger en aldrei tekist það. Þeir eru báðir í fríi þessa vikuna en Scott nær fyrsta sætinu án þess að spila. Adam Scott væri nú þegar kominn á toppinn ef hann hefði sleppt því að keppa á Players-mótinu um síðustu helgi en hann lét það auðvitað ekki framhjá sér fara. Players-mótið er oft kallað fimmta risamótið og þar vilja allir spila. „Það er gaman að komast á toppinn. Ef ég hefði aldrei náð efsta sætinu á ferlinum hefði ég orðið svekktur. En aftur á móti vil ég miklu frekar vinna opna bandaríska mótið og komast aldrei í toppsætið. Þannig er það bara,“ segir Scott sem er alveg sama þó hann sé að ná efsta sætinu án þess að spila. Scott verður fyrsti Ástralinn sem trónir á toppi heimslistans síðan Greg Norman, „hvíti hákarlinn“, var á toppnum í 331 viku á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir Players-mótið um síðustu helgi gátu fjórir kylfingar, Adam Scott, HenrikStenson, Bubba Watson og MattKuchar, allir náð efsta sæti heimslistans en engum tókst það. Kuchar er sá eini af fjórmenningunum sem spilar á Byron Nelson-mótinu um helgina en hann þarf 53 stig til þess að fella Tiger af stalli. Hann fær þó í mesta lagi 40 stig vinni hann mótið og því er ómögulegt fyrir hann að komast í efsta sætið. Þetta er í þrettánda skiptið sem kylfingur kemst á topp heimslistans án þess að spila en það hefur komið fyrir Tiger í tvígang. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Adam Scott fellir Tiger Woods af toppi heimslistans í golfi en Ástralinn verður í efsta sætinu þegar nýr listi verður birtur á mánudaginn. Scott hefur fengið fjögur tækifæri á undanförnum vikum til að hirða efsta sætið af Tiger en aldrei tekist það. Þeir eru báðir í fríi þessa vikuna en Scott nær fyrsta sætinu án þess að spila. Adam Scott væri nú þegar kominn á toppinn ef hann hefði sleppt því að keppa á Players-mótinu um síðustu helgi en hann lét það auðvitað ekki framhjá sér fara. Players-mótið er oft kallað fimmta risamótið og þar vilja allir spila. „Það er gaman að komast á toppinn. Ef ég hefði aldrei náð efsta sætinu á ferlinum hefði ég orðið svekktur. En aftur á móti vil ég miklu frekar vinna opna bandaríska mótið og komast aldrei í toppsætið. Þannig er það bara,“ segir Scott sem er alveg sama þó hann sé að ná efsta sætinu án þess að spila. Scott verður fyrsti Ástralinn sem trónir á toppi heimslistans síðan Greg Norman, „hvíti hákarlinn“, var á toppnum í 331 viku á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir Players-mótið um síðustu helgi gátu fjórir kylfingar, Adam Scott, HenrikStenson, Bubba Watson og MattKuchar, allir náð efsta sæti heimslistans en engum tókst það. Kuchar er sá eini af fjórmenningunum sem spilar á Byron Nelson-mótinu um helgina en hann þarf 53 stig til þess að fella Tiger af stalli. Hann fær þó í mesta lagi 40 stig vinni hann mótið og því er ómögulegt fyrir hann að komast í efsta sætið. Þetta er í þrettánda skiptið sem kylfingur kemst á topp heimslistans án þess að spila en það hefur komið fyrir Tiger í tvígang.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira