Sport

Úrslitin á Wimbledon í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Tennis verður á dagskrá Stöðvar 2 Sports í sumar en í júlí verður sýnt frá síðustu viðureignum Wimbledon-stórmótsins.

Sýnt verður beint frá undanúrslitum og úrslitum í einliðaleik karla og kvenna. Wimbledon-mótið er það eina sem hefur ekki verið sýnt á Eurosport síðustu árin.

„Ástæðan fyrir því að við tökum þetta til sýninga nú er að tennisíþróttin hefur verið á sínu gullaldarskeiði síðustu árin. Bestu fjórir tenniskappar heimsins í dag eru allir meðal þeirra tíu bestu frá upphafi,“ sagði Hjörvar Hafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports.

„Við værum eflaust með öll risamótin hjá okkur en okkar viðskiptavinir hafa haft aðgang að þeim í gegnum Eurosport. Þar hefur þeim verið gerð afar góð skil,“ bætti Hjörvar við.

Wimbledon-mótið hefst 23. júní næstkomandi og lýkur með úrslitaleiknum í einliðaleik karla sunnudaginn 6. júlí. Stöð 2 Sport hefur útsendingar fimmtudaginn 3. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×