Skilaboðin fóru fyrir allra augu á Facebook Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2014 15:15 Vísir/Stefán Sigurður Ragnar Eyjólfsson birti í gærkvöldi skilaboð á Facebook-síðu sinni sem áttu bersýnilega aðeins að rata til leikmanna hans hjá ÍBV. Þar fór hann yfir markið sem ÍBV fékk á sig í leiknum gegn FH í gærkvöldi en Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmark Hafnfirðinga í uppbótartíma leiksins. „Ég fór inn á vitlausa síðu og eru það mín mistök. Ég hélt að ég hefði verið á sameiginlegu leikmannasíðunni okkar og ég setti þetta inn svo við gætum allir lært af þessu,“ sagði Sigurður Ragnar við Vísi í dag en hann sagði að „lekinn“ væri ekki alvarlegur. Í skilaboðunum segir hann að markvörðurinn Abel Dhaira hefði ekki átt að hlaupa út í boltann því þarna hefðu verið fimm varnarmenn til að takast á við aðstæður. Hann tók þó fram að með þessu væri hann ekki að gagnrýna Abel heldur gætu allir leikmenn lært af þessu atviki. „Þetta var röng ákvörðun en tekin í hita leiksins,“ skrifaði Sigurður Ragnar. „Við verðum allir að læra af þessu. Við vinnum og töpum saman sem lið.“ Sigurður Ragnar skrifaði í pistlinum að markið hefði ekki átt að standa gilt því brotið hefði verið á Óskari Zoega [Óskarssyni] í aðdraganda marksins. Hann ítrekaði það í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst þetta ólöglegt mark því það er klárlega brotið á honum. Þetta er nú í annað skipti í aðeins fjórum leikjum þar sem ákvörðun dómara hefur úrslitaáhrif á leikinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson birti í gærkvöldi skilaboð á Facebook-síðu sinni sem áttu bersýnilega aðeins að rata til leikmanna hans hjá ÍBV. Þar fór hann yfir markið sem ÍBV fékk á sig í leiknum gegn FH í gærkvöldi en Atli Viðar Björnsson skoraði sigurmark Hafnfirðinga í uppbótartíma leiksins. „Ég fór inn á vitlausa síðu og eru það mín mistök. Ég hélt að ég hefði verið á sameiginlegu leikmannasíðunni okkar og ég setti þetta inn svo við gætum allir lært af þessu,“ sagði Sigurður Ragnar við Vísi í dag en hann sagði að „lekinn“ væri ekki alvarlegur. Í skilaboðunum segir hann að markvörðurinn Abel Dhaira hefði ekki átt að hlaupa út í boltann því þarna hefðu verið fimm varnarmenn til að takast á við aðstæður. Hann tók þó fram að með þessu væri hann ekki að gagnrýna Abel heldur gætu allir leikmenn lært af þessu atviki. „Þetta var röng ákvörðun en tekin í hita leiksins,“ skrifaði Sigurður Ragnar. „Við verðum allir að læra af þessu. Við vinnum og töpum saman sem lið.“ Sigurður Ragnar skrifaði í pistlinum að markið hefði ekki átt að standa gilt því brotið hefði verið á Óskari Zoega [Óskarssyni] í aðdraganda marksins. Hann ítrekaði það í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst þetta ólöglegt mark því það er klárlega brotið á honum. Þetta er nú í annað skipti í aðeins fjórum leikjum þar sem ákvörðun dómara hefur úrslitaáhrif á leikinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira