NBA í nótt | Lillard skaut Portland áfram Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2014 10:50 Robin Lopez fagnar Damian Lillard eftir sigurkörfu þess síðarnefnda gegn Houston í nótt. Vísir/Getty Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3) NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Damian Lillard var hetja Portland Trail Blazers þegar hann tryggði liðinu eins stigs sigur, 99-98, á Houston Rockets og um leið sigur í einvíginu, 4-2, með ótrúlegri þriggja stiga flautukörfu. "Þetta var stærsta skot sem ég hef tekið á ferlinum - hingað til," sagði hetjan Lillard eftir leikinn í nótt, en hann skoraði alls 25 stig í leiknum. LaMarcus Aldridge var hins vegar stigahæstur í liði Portland með 30 stig og 13 fráköst. James Harden skoraði mest fyrir Houston, eða 34 stig, en Dwight Howard kom næstur með 26 stig og 11 fráköst. Dallas Mavericks tryggði sér oddaleik í einvíginu gegn San Antonio Spurs með tveggja stiga sigri, 113-111, á útivelli. Monta Ellis átti afbragðs leik fyrir Dallas, en hann skoraði 29 stig, þar af tólf í fjórða leikhluta. Dirk Nowitzki kom næstur með 22 stig, en miklu munaði um framlag varamanna Dallas sem skoruðu alls 37 stig í leiknum. Tony Parker var atkvæðamestur í liði San Antonio með 22 stig og sex stoðsendingar. Oddaleikurinn fer fram á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr honum mætir Portland í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Þá knúðu liðsmenn Brooklyn Nets fram oddaleik gegn Toronto Raptors eftir 97-83 sigur á heimavelli. Brooklyn tók leikinn strax í sínar hendur - staðan eftir fyrsta leikhluta var 34-19, Brooklyn í vil - og sigurinn var aldrei í hættu.Deron Williams, sem hefur legið undir gagnrýni fyrir frammistöðu sína í einvíginu, skoraði 23 stig fyrir Brooklyn, en næstur kom Joe Johnson með 17. DeMar DeRozan var stigahæstur Kanada-liðsins með 28 stig, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Liðin mætast í oddaleik í Toronto á sunnudaginn, en sigurvegarinn úr einvíginu mætir meisturum Miami Heat í undanúrslitum.Úrslitin í nótt (og staðan í einvíginu): Portland Trail Blazers 99-98 Houston Rockets (4-2 fyrir Portland) Dallas Mavericks 113-111 San Antonio Spurs (3-3) Brooklyn Nets 97-83 Toronto Raptors (3-3)
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira