Trúarleiðtogar vantrúaðir á kristilegt framboð Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. maí 2014 14:00 Frá vinstri: Gunnar Þorsteinsson, Hjörtur Magni Jóhannsson, Hildur Eir Bolladóttir og Sigurvin Lárus Jónsson. Stofnun kristilegra stjórnmálasamtaka hér á landi hefur vakið athygli en stefnt er að framboði í alþingiskosningunum 2017 og í sveitastjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum og vilja banna fóstureyðingar. Þá er flokkurinn alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vísir hafði samband við nokkra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til samtakanna. „Í fyrstu hljómar þetta eins og öfgahægriofstæki,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „En ég ætla ekki að fullyrða að svo sé. Maður sér mýmörg dæmi um svona áherslur hjá trúfélögum úti í heimi, til dæmis í Bandaríkjunum, og meðal ofstækismanna innan íslams og gyðingdóms. Þetta er ekki bundið við ein trúarbrögð.“ Hjörtur segir það að blanda saman trúmálum og pólitík sé stórhættulegt. „Þessi umræða hefur komið upp á Íslandi nokkrum sinnum og aldrei orðið að því. Að blanda saman trú og flokkapólitík, rétt eins og trú og þjóðernishyggju, er einhver hættulegasti og göróttasti kokteill sem hægt er að blanda.“ Hjörtur hefur ekki trú á að framboðið muni ná teljandi fylgi. „Nei það hef ég ekki, og vona reyndar ekki.“Ekki áherslur Jesú frá NasaretHildi Eir Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, líst einnig illa á stefnumál samtakanna. „Mér líst hræðilega á þetta framtak. Hvað get ég sagt? Ég er bara ósammála öllu sem þeir segja þarna og mér er orða vant.“ Hildur segir stefnumálin dapurleg og reiknar ekki með að framboðið fái mikið fylgi. „Ég held að það sé ekki jarðvegur fyrir þetta á Íslandi. Við erum komin lengra í þessum málum. Það gæti verið alveg frábært að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefði mannréttindi í hávegum en með þessum stefnumálum getur þetta ekki verið kristilegur flokkur. Þetta er ekki réttnefni og þetta eru ekki áherslur Jesú frá Nasaret.“Engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokkiSigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, telur hins vegar enga þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og kemur ekki til með að styðja framboðið. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Sigurvin í samtali við Vísi. „En það er allt í lagi að það sé opinbert að ég kem ekki til með að styðja þessi samtök og það fólk sem þar er. Ég tel að bein afskipti kirkjunnar af hinu opinbera sviði séu ekki af hinu góða. Það er engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og allra síst með svona stefnumál eins og þarna eru.“„Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?“Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir stofnun kristilegs framboðs hafa verið reynda áður og að sá flokkur hafi fengið afar lítið fylgi. „Ég hef nú verið þeirrar skoðunar, eftir mikla íhugun, að þátttaka hins kristilega manns í þeim stjórnmálaöflum sem til eru séu farsælust. Þessir flokkar eru yfir höfuð lýðræðislegir og ef menn vilja koma ár sinni fyrir borð er það hægur vandi. Aðspurður segist Gunnar ekki vita hvort hann muni greiða kristilega flokknum atkvæði. „Ég verð nú að fá að vita hver stefnumálin eru,“ segir Gunnar og þá les blaðamaður fyrir hann helstu stefnumál samtakanna. „Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?,“ segir Gunnar og hlær. „En við lifum í opnu lýðræðissamfélagi og þessi flokkur er auðvitað velkominn í það.“ ESB-málið Tengdar fréttir Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Stofnun kristilegra stjórnmálasamtaka hér á landi hefur vakið athygli en stefnt er að framboði í alþingiskosningunum 2017 og í sveitastjórnarkosningum ári síðar. Samtökin hafna hjúskaparvígslu samkynhneigðra í kristnum kirkjum og vilja banna fóstureyðingar. Þá er flokkurinn alfarið á móti inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Vísir hafði samband við nokkra presta og spurði þá út í afstöðu þeirra til samtakanna. „Í fyrstu hljómar þetta eins og öfgahægriofstæki,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, safnaðarprestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. „En ég ætla ekki að fullyrða að svo sé. Maður sér mýmörg dæmi um svona áherslur hjá trúfélögum úti í heimi, til dæmis í Bandaríkjunum, og meðal ofstækismanna innan íslams og gyðingdóms. Þetta er ekki bundið við ein trúarbrögð.“ Hjörtur segir það að blanda saman trúmálum og pólitík sé stórhættulegt. „Þessi umræða hefur komið upp á Íslandi nokkrum sinnum og aldrei orðið að því. Að blanda saman trú og flokkapólitík, rétt eins og trú og þjóðernishyggju, er einhver hættulegasti og göróttasti kokteill sem hægt er að blanda.“ Hjörtur hefur ekki trú á að framboðið muni ná teljandi fylgi. „Nei það hef ég ekki, og vona reyndar ekki.“Ekki áherslur Jesú frá NasaretHildi Eir Bolladóttur, presti í Akureyrarkirkju, líst einnig illa á stefnumál samtakanna. „Mér líst hræðilega á þetta framtak. Hvað get ég sagt? Ég er bara ósammála öllu sem þeir segja þarna og mér er orða vant.“ Hildur segir stefnumálin dapurleg og reiknar ekki með að framboðið fái mikið fylgi. „Ég held að það sé ekki jarðvegur fyrir þetta á Íslandi. Við erum komin lengra í þessum málum. Það gæti verið alveg frábært að stofna kristilegan stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefði mannréttindi í hávegum en með þessum stefnumálum getur þetta ekki verið kristilegur flokkur. Þetta er ekki réttnefni og þetta eru ekki áherslur Jesú frá Nasaret.“Engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokkiSigurvin Lárus Jónsson, prestur í Laugarneskirkju, telur hins vegar enga þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og kemur ekki til með að styðja framboðið. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Sigurvin í samtali við Vísi. „En það er allt í lagi að það sé opinbert að ég kem ekki til með að styðja þessi samtök og það fólk sem þar er. Ég tel að bein afskipti kirkjunnar af hinu opinbera sviði séu ekki af hinu góða. Það er engin þörf á kristilegum stjórnmálaflokki og allra síst með svona stefnumál eins og þarna eru.“„Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?“Gunnar Þorsteinsson, fyrrverandi forstöðumaður Krossins, segir stofnun kristilegs framboðs hafa verið reynda áður og að sá flokkur hafi fengið afar lítið fylgi. „Ég hef nú verið þeirrar skoðunar, eftir mikla íhugun, að þátttaka hins kristilega manns í þeim stjórnmálaöflum sem til eru séu farsælust. Þessir flokkar eru yfir höfuð lýðræðislegir og ef menn vilja koma ár sinni fyrir borð er það hægur vandi. Aðspurður segist Gunnar ekki vita hvort hann muni greiða kristilega flokknum atkvæði. „Ég verð nú að fá að vita hver stefnumálin eru,“ segir Gunnar og þá les blaðamaður fyrir hann helstu stefnumál samtakanna. „Er þetta ekki það sem Pútín er að kalla eftir?,“ segir Gunnar og hlær. „En við lifum í opnu lýðræðissamfélagi og þessi flokkur er auðvitað velkominn í það.“
ESB-málið Tengdar fréttir Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Kristileg stjórnmálasamtök stofnuð „Kristin stjórnmálasamtök eru fullveldissinnuð samtök og taka undir þau fleygu orð, að sjálfstæðið er sístæð auðlind, sbr. ávinninga okkar í landhelgismálum í krafti fullveldisréttinda landsins, úr þremur mílum til 200 mílna“ 4. maí 2014 20:45