ÍBV kastaði frá sér sigrinum Ásvöllum | Ekkert mark síðustu 7 mínúturnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2014 14:00 Kolbeinn Ingibjargarson varði vel á lokamínútunum en þurfti engu að síður að hirða boltann þrisvar úr netinu. Vísir/Vilhelm Haukar fögnuðu sigri á ÍBV, 29-28, í mögnuðum fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi og eru 1-0 yfir í einvíginu en leikur tvö fer fram í Vestmannaeyjum. „Það var í raun og veru okkar klúður sem urðu til þess að við fengum ekki meira út úr þessum leik. Það er dýrt að klikka á þessum dauðafærum í lokin,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Arnar lýgur engu því Eyjamenn geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið forystu í einvíginu á heimavelli deildar- og bikarmeistaranna. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, 26-28, þegar sex mínútur og 50 sekúndur voru eftir af leiknum en köstuðu leiknum svo frá sér. Bókstaflega. Eyjamenn skoruðu ekki mark það sem eftir lifði leiks en fengu á sig þrjú og töpuðu leiknum.Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið fyrir Hauka með óáreittu skoti fyrir utan punktalínu.Vísir/VilhelmHeppnin var í liði með Haukum því Árni Steinn Steinþórsson minnkaði muninn í 27-28 þegar enn voru rétt rúmar sex mínútur eftir af leiknum. Skot hans var varið af Kolbeini Ingibjargarsyni í markinu en hann fékk boltann aftur í sig og svo lak hann yfir línuna.Magnús Stefánsson gaf boltann í hendur Hauka í næstu sókn Eyjamanna, Kolbeinn varði svo í tvígang frá Haukunum eftir það en hinum megin varði Giedrius Morkunas sirkustilraun Eyjamanna. Tvær sóknir farnar forgörðum hjá gestunum. Áfram héldu Eyjamenn að gera sér óleik en Guðni Ingvarsson fékk fyrstu brottvísun gestanna eftir 56 mínútur og tíu sekúndur. Haukarnir nýttu sér liðsmuninn og Jón Þorbjörn Jóhannsson jafnaði metin, 28-28, með marki af línunni eftir fallega sendingu Árna Steins. Þarna voru tæpar fjórar mínútur eftir og ákvað Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, þá að taka Róbert Aron Hostert, leikstjórnanda ÍBV, úr umferð. Hann sá ekki eftir þeirri ákvörðun.Andri Heimir Friðriksson brenndi af dauðafæri þegar 30 sekúndur voru eftir.Vísir/VilhelmSóknarleikur ÍBV var ekki góður með Róbert úr spilinu í næstu tveimur sóknum og reyndi fyrst Agnar Smári Jónsson slakt skot úr erfiðu færi og svo Magnús Stefánsson. Bæði skotin greip Morkunas í markinu og fjórar sóknir farnar í súginn hjá ÍBV. Staðan áfram, 28-28. Þegar ein mínúta og 13 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Sigurbergur Sveinsson sigurmarkið með skoti af níu metrum sem söng í netinu. Staðan 29-28 en áfram nægur tími fyrir ÍBV að jafna. Þjálfarar ÍBV tóku leikhlé og lögðu upp leikkerfi sem heppnaðist fullkomlega. Loksins tókst Eyjamönnum að brjóta frábæra vörn Hauka á bak aftur en Andri Heimir Friðriksson gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann skaut langt framhjá úr dauðafæri, einn á móti Morkunas. Þá voru aðeins 36 sekúndur eftir. Eyjamenn hálfpartinn hleyptu Elíasi Má Halldórssyni í gegn til að reyna að fá boltann aftur og það heppnaðist. Kolbeinn varði úr dauðafæri en honum gekk illa að koma boltanum í leik og hafnaði sending hans fram völlinn í höndum varamanna Hauka fyrir utan hliðarlínuna. Leik lokið.Að taka Róbert Aron úr umferð neyddi Eyjamenn í tvö erfið skot sem Morkunas varði.Vísir/VilhelmHaukar skelltu sem sagt í lás síðustu sjö mínúturnar og fengu ekki á sig mark en skoruðu þrjú mörk úr sex sóknum. Að auki fékk liðið þrjú dauðafæri til viðbótar sem Kolbeinn varði þannig sigurinn hefði ekki þurft að vera svona tæpur þegar uppi var staðið. Hinum megin skoraði ÍBV ekki mark í fimm sóknum á síðustu sjö mínútunum. Sendingarfeill, varin sirkusmarkstilraun, tvö slök skot fyrir utan og eitt dauðafæri sem fór forgörðum gerði út um sigurvonir liðsins. Það eru þessi litlu atriði sem Eyjamenn þurfa að fínpússa fyrir næsta leik. Upptöku af leiknum má sjá á vef RÚV en atburðarásin sem hér er farið yfir hefst á 95:00.Sóknarnýting ÍBV síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 5 (0 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: Engin Skot úr erfiðri stöðu: 2 (0) Dauðafæri: 2 (0) Tæknifeilar: 1 (Misheppnuð sending)Sóknarnýting Hauka síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 6 (3 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: 2 (2) Skot úr erfiðri stöðu: 1 (0) Dauðafæri: 3 (1) Tæknifeilar: Engir Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. 5. maí 2014 15:01 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Haukar fögnuðu sigri á ÍBV, 29-28, í mögnuðum fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í gærkvöldi og eru 1-0 yfir í einvíginu en leikur tvö fer fram í Vestmannaeyjum. „Það var í raun og veru okkar klúður sem urðu til þess að við fengum ekki meira út úr þessum leik. Það er dýrt að klikka á þessum dauðafærum í lokin,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi eftir leikinn í gærkvöldi. Arnar lýgur engu því Eyjamenn geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa ekki tekið forystu í einvíginu á heimavelli deildar- og bikarmeistaranna. ÍBV komst tveimur mörkum yfir, 26-28, þegar sex mínútur og 50 sekúndur voru eftir af leiknum en köstuðu leiknum svo frá sér. Bókstaflega. Eyjamenn skoruðu ekki mark það sem eftir lifði leiks en fengu á sig þrjú og töpuðu leiknum.Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið fyrir Hauka með óáreittu skoti fyrir utan punktalínu.Vísir/VilhelmHeppnin var í liði með Haukum því Árni Steinn Steinþórsson minnkaði muninn í 27-28 þegar enn voru rétt rúmar sex mínútur eftir af leiknum. Skot hans var varið af Kolbeini Ingibjargarsyni í markinu en hann fékk boltann aftur í sig og svo lak hann yfir línuna.Magnús Stefánsson gaf boltann í hendur Hauka í næstu sókn Eyjamanna, Kolbeinn varði svo í tvígang frá Haukunum eftir það en hinum megin varði Giedrius Morkunas sirkustilraun Eyjamanna. Tvær sóknir farnar forgörðum hjá gestunum. Áfram héldu Eyjamenn að gera sér óleik en Guðni Ingvarsson fékk fyrstu brottvísun gestanna eftir 56 mínútur og tíu sekúndur. Haukarnir nýttu sér liðsmuninn og Jón Þorbjörn Jóhannsson jafnaði metin, 28-28, með marki af línunni eftir fallega sendingu Árna Steins. Þarna voru tæpar fjórar mínútur eftir og ákvað Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, þá að taka Róbert Aron Hostert, leikstjórnanda ÍBV, úr umferð. Hann sá ekki eftir þeirri ákvörðun.Andri Heimir Friðriksson brenndi af dauðafæri þegar 30 sekúndur voru eftir.Vísir/VilhelmSóknarleikur ÍBV var ekki góður með Róbert úr spilinu í næstu tveimur sóknum og reyndi fyrst Agnar Smári Jónsson slakt skot úr erfiðu færi og svo Magnús Stefánsson. Bæði skotin greip Morkunas í markinu og fjórar sóknir farnar í súginn hjá ÍBV. Staðan áfram, 28-28. Þegar ein mínúta og 13 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Sigurbergur Sveinsson sigurmarkið með skoti af níu metrum sem söng í netinu. Staðan 29-28 en áfram nægur tími fyrir ÍBV að jafna. Þjálfarar ÍBV tóku leikhlé og lögðu upp leikkerfi sem heppnaðist fullkomlega. Loksins tókst Eyjamönnum að brjóta frábæra vörn Hauka á bak aftur en Andri Heimir Friðriksson gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann skaut langt framhjá úr dauðafæri, einn á móti Morkunas. Þá voru aðeins 36 sekúndur eftir. Eyjamenn hálfpartinn hleyptu Elíasi Má Halldórssyni í gegn til að reyna að fá boltann aftur og það heppnaðist. Kolbeinn varði úr dauðafæri en honum gekk illa að koma boltanum í leik og hafnaði sending hans fram völlinn í höndum varamanna Hauka fyrir utan hliðarlínuna. Leik lokið.Að taka Róbert Aron úr umferð neyddi Eyjamenn í tvö erfið skot sem Morkunas varði.Vísir/VilhelmHaukar skelltu sem sagt í lás síðustu sjö mínúturnar og fengu ekki á sig mark en skoruðu þrjú mörk úr sex sóknum. Að auki fékk liðið þrjú dauðafæri til viðbótar sem Kolbeinn varði þannig sigurinn hefði ekki þurft að vera svona tæpur þegar uppi var staðið. Hinum megin skoraði ÍBV ekki mark í fimm sóknum á síðustu sjö mínútunum. Sendingarfeill, varin sirkusmarkstilraun, tvö slök skot fyrir utan og eitt dauðafæri sem fór forgörðum gerði út um sigurvonir liðsins. Það eru þessi litlu atriði sem Eyjamenn þurfa að fínpússa fyrir næsta leik. Upptöku af leiknum má sjá á vef RÚV en atburðarásin sem hér er farið yfir hefst á 95:00.Sóknarnýting ÍBV síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 5 (0 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: Engin Skot úr erfiðri stöðu: 2 (0) Dauðafæri: 2 (0) Tæknifeilar: 1 (Misheppnuð sending)Sóknarnýting Hauka síðustu sjö mínúturnar: Sóknir: 6 (3 mörk) Óáreitt skot fyrir utan: 2 (2) Skot úr erfiðri stöðu: 1 (0) Dauðafæri: 3 (1) Tæknifeilar: Engir
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. 5. maí 2014 15:01 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 29-28 | Haukar mörðu háspennuleik Haukar lögðu ÍBV 29-28 í háspennuleik á heimavelli í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís deildar karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 15-15 en úrslitin réðust í síðustu sókn leiksins. 5. maí 2014 15:01