Framsókn býður menntaskólanemum tertusneið Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 14:12 Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti, og kakan góða sem Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði bauð nemendum Flensborgarskólans í morgun Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira