Elliðavatn kraumaði í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 7. maí 2014 11:42 Urriðinn er oft nokkuð vænn í Elliðavatni Það falleg sjón sem blasti við þeim fáu veiðimönnum sem mættu uppá Elliðavatn í morgun því vatnið var stillt og vakir hreinlega út um allt. Það er óvenjulegt að sjá svona mikið líf snemma í maí en það var alveg sama hvert var litið, alls staðar var fiskur að vaka og sumar vakirnar voru ansi stórar. Helluvatnsmeginn við brúnna var hægt að horfa á urriðana með berum augum þar sem þeir syntu alveg upp við land og gripu púpur sem héngu í yfirborðinu. Það er greinilegt að flugnaklak virðist vera komið í gang og það þýðir að þurrflugan fer að verða besta vopnið. Á svona sólríkum dögum eins og í dag er best að vera kominn upp að vatni um sjö að morgni því þá er besta takan. Hún dettur svo niður um tíu eða ellefu og það er lítið að gerast yfir hábjartann daginn. Fiskurinn virðist svo fara aftur af stað seinnipartinn og veiðin getur oft orðið mjög góð þegar líður á kvöldið. Á björtustu dögunum er oft besta veiðin um miðnættið. Stangveiði Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Það falleg sjón sem blasti við þeim fáu veiðimönnum sem mættu uppá Elliðavatn í morgun því vatnið var stillt og vakir hreinlega út um allt. Það er óvenjulegt að sjá svona mikið líf snemma í maí en það var alveg sama hvert var litið, alls staðar var fiskur að vaka og sumar vakirnar voru ansi stórar. Helluvatnsmeginn við brúnna var hægt að horfa á urriðana með berum augum þar sem þeir syntu alveg upp við land og gripu púpur sem héngu í yfirborðinu. Það er greinilegt að flugnaklak virðist vera komið í gang og það þýðir að þurrflugan fer að verða besta vopnið. Á svona sólríkum dögum eins og í dag er best að vera kominn upp að vatni um sjö að morgni því þá er besta takan. Hún dettur svo niður um tíu eða ellefu og það er lítið að gerast yfir hábjartann daginn. Fiskurinn virðist svo fara aftur af stað seinnipartinn og veiðin getur oft orðið mjög góð þegar líður á kvöldið. Á björtustu dögunum er oft besta veiðin um miðnættið.
Stangveiði Mest lesið Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði