Stóru bleikjurnar farnar að sýna sig í Þingvallavatni Karl Lúðviksson skrifar 8. maí 2014 12:20 Magnús Þór Ágústson tók þessa flottu bleikju í Þingvallavatni Mynd: Magnús Þór Ágústsson Það er skammt stórra högga á milli því fréttin um stórurriðann var varla kominn inn þegar við förum að fá fréttir af stóru bleikjunum í Þingvallavatni. Miðað við gang mála upp við vatnið er veiðin greinilega góð því mikið veiðist af urriða og fréttir af stóru bleikjunum kærkomnar. Magnús Þór Ágústsson var upp við vatnið í Þjóðgarðinum og náði flottri bleikju á land sem tók Peacock og missti aðra ekki minni. Við höfum frétt af nokkrum svona í vor og þetta er nokkuð óvenjulegt að heyra margar fréttir af stórum bleikjum svona snemma á tímabilinu en þessar bleikjur sem eru að veiðast eru feitar og vel haldnar. Það skemmir heldur ekki fyrir að betri matfisk er erfitt að finna en feita vorbleikju. Sendið okkur veiðifréttina ykkar á kalli@365.is með mynd og smá frásögn af baráttunni. Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði
Það er skammt stórra högga á milli því fréttin um stórurriðann var varla kominn inn þegar við förum að fá fréttir af stóru bleikjunum í Þingvallavatni. Miðað við gang mála upp við vatnið er veiðin greinilega góð því mikið veiðist af urriða og fréttir af stóru bleikjunum kærkomnar. Magnús Þór Ágústsson var upp við vatnið í Þjóðgarðinum og náði flottri bleikju á land sem tók Peacock og missti aðra ekki minni. Við höfum frétt af nokkrum svona í vor og þetta er nokkuð óvenjulegt að heyra margar fréttir af stórum bleikjum svona snemma á tímabilinu en þessar bleikjur sem eru að veiðast eru feitar og vel haldnar. Það skemmir heldur ekki fyrir að betri matfisk er erfitt að finna en feita vorbleikju. Sendið okkur veiðifréttina ykkar á kalli@365.is með mynd og smá frásögn af baráttunni.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Dræm veiði í Tungufljóti þetta haustið Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Túnin víða svört af gæs Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði