Landsliðsmarkvörðurinn Þóra B. Helgadóttir var vitaskuld svekkt með tapið gegn Sviss, 3-0, í undankeppni HM í kvöld en viðurkenndi eftir leik að Ísland mætti ofjörlum sínum.
„Þetta er gríðarlega svekkjandi en við mættum liði sem á bara skilið að fara á HM. Við eigum það líka skilið en eins og staðan er þá eru þær betri og eiga skilið fyrsta sætið,“ sagði Þóra við Hilmar Þór Guðmundsson, starfsmann KSÍ, eftir leik.
„Mér fannst ágætt hjá okkur en líka margt sem gekk ekki. Þær eru bara hrikalega góðar sóknarlega og við náðum því miður ekki að stöðva þær nógu vel. Þeirra hraði og samspil hjá þessum fjórum fremstu er á heimsklassa,“ sagði Þóra.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa

Tengdar fréttir

Sif spilar fyrir framan vörnina á móti Sviss - byrjunarliðið er klárt
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnti byrjunarliðið sitt fyrir leikinn mikilvæga á móti Sviss í undankeppni HM sem fram fer í Nyon í kvöld.

Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina
Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld.