Oddviti Neslistans hefur áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2014 13:03 Neslistinn hefur boðið fram krafta sína síðan 1990 Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Árni Einarsson er oddviti Neslistans á Seltjarnarnesi í annað sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann telur kosningabaráttuna vera að komast á skrið en sé róleg enn um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið sterkur á Seltjarnarnesi síðustu árutugi og hefur verið með hreinan meirihluta í bæjarstjórn Seltjarnarness frá því árið 1950, eða í 64 ár. Árni segir að málefnavinnu Neslistans sé lokið, nú sé bara eftir að afhenda yfirkjörstjórn kjörgögn og hefja kosningabaráttu af fullum krafti. Hann telur að málefni yngstu kynslóðarinnar verði efst á baugi í komandi kosningabaráttu. „Skólamál og æskulýðs- og íþróttamál snerta flesta og eru stærstu liðirnir í útgjöldum sveitarfélagsins. Það er uppbygging í gangi núna, verið að byggja á Hrólfsskálamel til dæmis en betur má ef duga skal. Við erum ekki flokkur kosningaloforða en við verðum að ljúka áformum um stækkun á íþróttahúsinu okkar sem meirihlutinn hefur ýtt á undan sér,“ segir Árni. Árni hefur einnig áhyggjur af stöðu lækningaminjasafns sem átti að taka til starfa á kjörtímabilinu. „Í bæjarstjórn hefur verið tekist á um lækningaminjasafnið. Bærinn hafði fyrir nokkrum árum staðið fyrir uppbyggingu á því, húsið er nú klárt og framkvæmdin dýr, bærinn að lokum sagði sig frá framkvæmdinni árið 2012.“Í umræddri skýrslu kemur fram að byggingarkostnaður hafi farið langt fram úr áætlun, byggingarkostnaður hafi numið um 700 milljónum króna og eigið fé safnsins neikvætt um tæplega 35 milljónir króna. Árni telur að nýtt hjúkrunarheimili verði að fá stað í skipulagi bæjarins „Það hefur einnig verið tekist á um byggingu hjúkrunarheimilis sem hefur lengi verið á dagskrá, meirihlutinn hefur ekki klárað málið. Við leggjum áherslu á það í Neslistanum að málið verði til lykta leitt, það er ekki enn búið að finna heimilinu stað í skipulagi.“ Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira