Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2014 13:55 Mynd/Svarta Kaffi Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid. Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid.
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26