Málið kom upp í leik Hamars og KF í 2. deildinni þann 24. september 2012. KF skoraði mark undir lok leiksins sem tryggði liðinu sæti í 1. deildinni.
Einn stuðningsmanna KF fór í fagnaðarlátunum út af afmörkuðu svæði áhorfenda og er hrint til baka af umræddum gæslumanni, líkt og sjá má í þessu myndbandi. Knattspyrnudeild Hamars baðst síðar afsökunar vegna málsins.
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Gæslumaðurinn var dæmdur í eins mánaðar fangelsi en dómurinn verður skilorðsbundinn í tvö ár.
Kærandi fór fram á 433.589 krónur í skaða- og miskabætur en í niðurstöðu dómsins kemur fram að þar sem ekki er um verulega áverka að ræða sé við hæfi að ákærði greiði 50 þúsund krónur í miskabætur.
Ákærði þarf einnig að greiða málskostnað lögmanns brotaþola (kr. 426.700) og ferðakostnað (kr. 12.644). Verjandi ákærða afsalaði sér hins vegar málsvarnarlaunum.
Post by Gími Gunnarsson.