Ólafur sleppur við bann og sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2014 13:57 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09
Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25
KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12
Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58