Ólafur sleppur við bann og sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2014 13:57 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Ólafur sleppur því bæði við leikbann og fjársekt og getur tekið þátt í fjórða leik liðanna í Grindavík á morgun en Grindvíkingar verða að vinna leikinn til að koma í veg fyrir að KR-ingar tryggi sér Íslandsmeistaratitilinn. Nefndin telur að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum. Það er hægt að sjá niðurstöðu Aga- og úrskurðarnefndarinnar hér fyrir neðan en allan dóminn má síðan nálgast með því að smella hér.Niðurstaða Eins og fyrir liggur í málinu lét kærði, Ólafur Ólafsson, eftirfarandi orð falla í viðtali í fjölmiðla eftir leik liðsins við KR 28. apríl s.l. „Við vorum eins og litlar fermingarstelpur á túr.“ Síðar sama dag baðst kærði opinberlega afsökunar á þessum ummælum. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarnefnd KKÍ skal stjórn og framkvæmdastjóri KKÍ vísa til aga- og úrskurðarnefndar atvikum sem skaðað geta ímynd körfuknattleiks eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Í ákvæðinu er vísað til þess að slík atvik hafi þá ekki komið fram í atvikaskýrslum dómara á leiknum en geti verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. Þá segir í ákvæðinu að þegar talað er um opinberlega er átt við allar tegundir fjölmiðla; sjónvarpsmiðla, útvarpsmiðla, prentmiðla, netmiðla, heimasíður aðildarfélaga KKÍ og samfélagsmiðla. Ennfremur segir í n. lið 1. mgr. 13. gr. tilvísaðara reglugerðar að brot samkvæmt tilkynningu stjórnar KKÍ sbr. 14. gr. hafi í för með sér refsingu eftir eðli brotsins þ.á.m. áminningu, ávítur, sektir að fjárhæð kr. 50.000 og leikbann. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ tekur undir það með kæranda málsins að umrædd ummæli kærða hafi verið ósæmileg og til þess fallin að skaða ímynd körfuknattleiks. Kærði hefur sjálfur sagt ummæli sín óvönduð og heimskuleg. Aftur á móti telur nefndin að líta beri til þess að kærði sá fljótt að sér og bað körfuknattleikshreyfinguna opinberlega afsökunar á ummælum sínum að eigin frumkvæði. Jafnframt hefur UMFG ávítt kærða fyrir ummæli hans. Í ljósi þessa telur aga og úrskurðarnefnd áminningu vera hæfilega refsingu gagnvart kærða, Ólafi Ólafssyni. Að sama skapi telur nefndin ekki tilefni til að beita UMFG sérstökum viðurlögum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09 Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25 KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12 Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Hamar | Sæti í Bónus deildinni í boði Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Sjá meira
Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. 28. apríl 2014 23:09
Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. 29. apríl 2014 14:25
KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. 29. apríl 2014 16:12
Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2014 21:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. 28. apríl 2014 10:58
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn