„Ég ætla að borga þetta allt til baka“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 30. apríl 2014 19:38 Leonardo DiCaprio (t.h.) fór með hlutverk Belforts í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street. vísir/getty Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ segir Belfort í samtali við Vísi, en hann heldur umtalaða söluráðstefnu í Háskólabíói þann 6. maí. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“ Belfort hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar en hann segist ekki vera með það á hreinu hverjar eftirstöðvarnar séu. „Lögfræðingarnir mínir eru að reyna að komast að því hvað þetta er nákvæmlega mikið. Ég hugsa að þetta séu í kringum fimmtíu milljónir dala.“Áfengi aldrei vandamál Saga Belforts var sögð í kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, sem kom út í fyrra og hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þar fór leikarinn Leonardo DiCaprio með hlutverk Belforts og var villtu líferni hans á árum áður gerð góð skil.Ég verð einfaldlega að spyrja þig að þessu. Er það satt að þú hafir blásið kókaíni upp í afturenda vændiskonu? „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan það atriði kemur,“ segir Belfort skellihlæjandi. „En nei, þetta gerðist ekki. Ég er hins vegar handviss um að ég hafi tekið kókaín í nefið af afturenda einhvers.“ Belfort segist þó vera ánægður með myndina þó að hlutar hennar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Sumt þarna er skáldskapur. Ég er ekki að segja að það sem ég gerði hafi verið skárra en það sem sést í myndinni, en Marty (Scorsese) tók sér ýmis skáldaleyfi.“ Belfort segist hafa verið edrú frá árinu 1997. Á hann þar við þau fíkniefni sem hann notaði mest; kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Hann segist þó fá sér í glas annað slagið. „Ég fæ mér bjór stöku sinnum, vínglas eða kokteil. En áfengi var aldrei vandamál hjá mér. En ég hef haldið mig algjörlega frá fíkniefnum. Og það hefur bara verið mjög auðvelt, til allrar hamingju.“„Það gera allir mistök“ Aðspurður hvers vegna Íslendingar ættu að mæta á söluráðstefnu hjá dæmdum fjárglæpamanni segir Belfort að enginn þurfi að mæta sem vilji það ekki. „Ég hef ferðast um heiminn í að verða fimm ár og unnið með frumkvöðlum, sölumönnum, verðbréfasölum og alls konar fólki. Meira að segja bara venjulegu fólki sem er til dæmis að hefja eigin rekstur. Ég kenni þeim formúlu sem ég notaði sjálfur. Það gera allir mistök en það sem máli skiptir er hvort og hvernig þú lærir af þeim.“ Belfort segir hluta af vinnu sinni snúa að því að kenna fólki viðskiptasiðferði. Hann ítrekar þó að ef fólki finnist það orka tvímælis þá eigi það ekki að mæta. „Það eru tvær tegundir fólks. Það eru þeir víðsýnu sem trúa því að fólk eigi skilið annað tækifæri. Svo eru það þeir þröngsýnu sem finnst þeir sem gera mistök eiga að brenna í helvíti. Ég ætla ekki að draga úr því slæma sem ég gerði, en það er ekki hægt að neita því að ég hef notið mikillar velgengni í viðskiptum og sú velgengni segir sína sögu.“Útrásarvíkingarnir „amatörar“ Belfort segist skilja það að einhverju leyti að koma hans hingað til lands sé umdeild, sérstaklega vegna þess sem gerðist hér í aðdraganda efnahagshrunsins. „Spurningin er reyndar góð en að líkja því saman sem ég gerði við það sem gerðist á Íslandi er langsótt. Þetta voru örfáir bankamenn sem settu kerfið á hliðina. En ef við viljum halda okkur við samlíkinguna má benda á fyrst ég átti afturkvæmt þá getur Ísland gert það einnig.“ Hann segist telja helstu ástæðuna fyrir íslenska hruninu hafa verið siðleysi útrásarvíkinganna og vanrækslu eftirlitsaðila. „Þeir (útrásarvíkingarnir) fóru út í viðskipti sem þeir höfðu enga reynslu af. Það má því segja að þarna hafi spilað saman amatörismi og skortur á siðferði. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og það varð þeim að falli.“ Óskarinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Jordan Belfort, hinn umdeildi „Úlfur á Wall Street“, reiknar með að geta greitt skuld sína að fullu innan árs. Hann var dæmdur árið 1998 fyrir fjársvik og peningaþvætti og fékk 22 mánaða fangelsisdóm. Þá var honum skipað að endurgreiða þeim sem hann hafði svikið rúmlega 110 milljónir Bandaríkjadala. „Ég ætla að borga þetta allt til baka,“ segir Belfort í samtali við Vísi, en hann heldur umtalaða söluráðstefnu í Háskólabíói þann 6. maí. „Og vonandi gerist það innan árs. Ég tel að það sé raunhæft.“ Belfort hefur þegar greitt hluta upphæðarinnar en hann segist ekki vera með það á hreinu hverjar eftirstöðvarnar séu. „Lögfræðingarnir mínir eru að reyna að komast að því hvað þetta er nákvæmlega mikið. Ég hugsa að þetta séu í kringum fimmtíu milljónir dala.“Áfengi aldrei vandamál Saga Belforts var sögð í kvikmynd leikstjórans Martins Scorsese, The Wolf of Wall Street, sem kom út í fyrra og hlaut fimm tilnefningar til Óskarsverðlauna. Þar fór leikarinn Leonardo DiCaprio með hlutverk Belforts og var villtu líferni hans á árum áður gerð góð skil.Ég verð einfaldlega að spyrja þig að þessu. Er það satt að þú hafir blásið kókaíni upp í afturenda vændiskonu? „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan það atriði kemur,“ segir Belfort skellihlæjandi. „En nei, þetta gerðist ekki. Ég er hins vegar handviss um að ég hafi tekið kókaín í nefið af afturenda einhvers.“ Belfort segist þó vera ánægður með myndina þó að hlutar hennar eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Sumt þarna er skáldskapur. Ég er ekki að segja að það sem ég gerði hafi verið skárra en það sem sést í myndinni, en Marty (Scorsese) tók sér ýmis skáldaleyfi.“ Belfort segist hafa verið edrú frá árinu 1997. Á hann þar við þau fíkniefni sem hann notaði mest; kókaín og lyfseðilsskyld lyf. Hann segist þó fá sér í glas annað slagið. „Ég fæ mér bjór stöku sinnum, vínglas eða kokteil. En áfengi var aldrei vandamál hjá mér. En ég hef haldið mig algjörlega frá fíkniefnum. Og það hefur bara verið mjög auðvelt, til allrar hamingju.“„Það gera allir mistök“ Aðspurður hvers vegna Íslendingar ættu að mæta á söluráðstefnu hjá dæmdum fjárglæpamanni segir Belfort að enginn þurfi að mæta sem vilji það ekki. „Ég hef ferðast um heiminn í að verða fimm ár og unnið með frumkvöðlum, sölumönnum, verðbréfasölum og alls konar fólki. Meira að segja bara venjulegu fólki sem er til dæmis að hefja eigin rekstur. Ég kenni þeim formúlu sem ég notaði sjálfur. Það gera allir mistök en það sem máli skiptir er hvort og hvernig þú lærir af þeim.“ Belfort segir hluta af vinnu sinni snúa að því að kenna fólki viðskiptasiðferði. Hann ítrekar þó að ef fólki finnist það orka tvímælis þá eigi það ekki að mæta. „Það eru tvær tegundir fólks. Það eru þeir víðsýnu sem trúa því að fólk eigi skilið annað tækifæri. Svo eru það þeir þröngsýnu sem finnst þeir sem gera mistök eiga að brenna í helvíti. Ég ætla ekki að draga úr því slæma sem ég gerði, en það er ekki hægt að neita því að ég hef notið mikillar velgengni í viðskiptum og sú velgengni segir sína sögu.“Útrásarvíkingarnir „amatörar“ Belfort segist skilja það að einhverju leyti að koma hans hingað til lands sé umdeild, sérstaklega vegna þess sem gerðist hér í aðdraganda efnahagshrunsins. „Spurningin er reyndar góð en að líkja því saman sem ég gerði við það sem gerðist á Íslandi er langsótt. Þetta voru örfáir bankamenn sem settu kerfið á hliðina. En ef við viljum halda okkur við samlíkinguna má benda á fyrst ég átti afturkvæmt þá getur Ísland gert það einnig.“ Hann segist telja helstu ástæðuna fyrir íslenska hruninu hafa verið siðleysi útrásarvíkinganna og vanrækslu eftirlitsaðila. „Þeir (útrásarvíkingarnir) fóru út í viðskipti sem þeir höfðu enga reynslu af. Það má því segja að þarna hafi spilað saman amatörismi og skortur á siðferði. Þeir hugsuðu fyrst og fremst um eigin hagsmuni og það varð þeim að falli.“
Óskarinn Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira