„Þetta var langur tími, en við misstum aldrei vonina“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2014 15:09 vísir/afp „Þetta var langur tími, en við misstum aldrei vonina,“sagði Didier Francoi, einn þeirra sem haldið var föngum í tíu mánuði í Sýrlandi. Fjórir fjölmiðlamenn komu til síns heima í dag. Francois Hollande forseti Frakklands tók á móti fjölmiðlamönnunum við heimkomuna á herflugvelli skammt frá París. Hann sagði komu þeirra heim vera stund gleði og stolts fyrir franska þjóð. Fjölmiðlamönnunum var rænt af öfgasamtökunum Isis í júní á síðasta ári. Þeir voru handjárnaðir með bundið fyrir augun og geymdir í ljóslitlum kjallara svo mánuðum skipti. Tyrkneskir hermenn fundu fjölmiðlamennina fyrir tilviljun síðastliðinn föstudag á afskekktu svæði í Tyrklandi þar sem þeir allir voru með bundið fyrir augun. Orðrómur hefur verið uppi um að Frakkar hafi greitt lausnargjald fyrir frönsku fjölmiðlamennina en því neitar Frakklandsforseti. „Ríkið greiðir aldrei lausnarfé. Við höfum hins vegar lengi verið í viðræðum við þá sem héldu þeim föngnum um að sleppa þeim lausum. Öll samskipti okkar voru eins og í eðlilegum samningaviðræðum,“ segir Hollande en enn eru tveir Frakkar í haldi ódæðismannanna. Yfir 150 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi og milljónir hafa flúið heimili sín. Sýrland er einn hættulegasti staður heims fyrir fjölmiðlamenn. Yfir 60 fjölmiðlamenn hafa látið lífið frá því að uppreisn gegn Assad forseta hófst. Fjölmiðlamennirnir fjórir heita Edouard Elias 23 ára, Didier Francois 53 ára, Nicolas Henin 37 ára og Pierre Torres 29 ára. Mið-Austurlönd Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
„Þetta var langur tími, en við misstum aldrei vonina,“sagði Didier Francoi, einn þeirra sem haldið var föngum í tíu mánuði í Sýrlandi. Fjórir fjölmiðlamenn komu til síns heima í dag. Francois Hollande forseti Frakklands tók á móti fjölmiðlamönnunum við heimkomuna á herflugvelli skammt frá París. Hann sagði komu þeirra heim vera stund gleði og stolts fyrir franska þjóð. Fjölmiðlamönnunum var rænt af öfgasamtökunum Isis í júní á síðasta ári. Þeir voru handjárnaðir með bundið fyrir augun og geymdir í ljóslitlum kjallara svo mánuðum skipti. Tyrkneskir hermenn fundu fjölmiðlamennina fyrir tilviljun síðastliðinn föstudag á afskekktu svæði í Tyrklandi þar sem þeir allir voru með bundið fyrir augun. Orðrómur hefur verið uppi um að Frakkar hafi greitt lausnargjald fyrir frönsku fjölmiðlamennina en því neitar Frakklandsforseti. „Ríkið greiðir aldrei lausnarfé. Við höfum hins vegar lengi verið í viðræðum við þá sem héldu þeim föngnum um að sleppa þeim lausum. Öll samskipti okkar voru eins og í eðlilegum samningaviðræðum,“ segir Hollande en enn eru tveir Frakkar í haldi ódæðismannanna. Yfir 150 þúsund manns hafa látið lífið í átökunum í Sýrlandi og milljónir hafa flúið heimili sín. Sýrland er einn hættulegasti staður heims fyrir fjölmiðlamenn. Yfir 60 fjölmiðlamenn hafa látið lífið frá því að uppreisn gegn Assad forseta hófst. Fjölmiðlamennirnir fjórir heita Edouard Elias 23 ára, Didier Francois 53 ára, Nicolas Henin 37 ára og Pierre Torres 29 ára.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira