Guðni segir Reykjavíkurflugvöll "besta og mikilvægasta“ flugvöll landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. apríl 2014 13:38 Guðni Ágústsson, sem varð 65 ára fyrr í þessum mánuði, liggur enn undir feldi. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti flokksins í Reykjavík. Hann hefur rætt þetta við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og segir hann styðja sig í oddvitasætið. Guðni segist ætla að tilkynna á sumardaginn fyrsta hvort hann gefi kost á sér sem oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík.Munt þú leiða framsóknarmenn í Reykjavík? „Það er ekkert að frétta af þessu ennþá. Ég hef fengið svigrúm til að fara yfir stöðuna og stefnumiðin. Yfir þessu hef ég setið síðustu dagana og svo páskahátíðina, sem ég hef verið að halda heilaga með minni fjölskyldu. (...) Það er mikið til af áhugafólki um framboðið ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn er alveg heill í að verja flugvöllinn í Vatnsmýri. Hann er mikilvægur Reykjavík og landinu öllu. Þetta er besti flugvöllurinn í landinu og sá mikilvægasti,“ segir Guðni. Nokkur þrýstingur er á Guðna að taka oddvitasætið í Reykjavík og ekki virðist vera stuðningur við það innan kjördæmisráðs framsóknarmanna í borginni að færa Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur, sem er í 2. sæti listans, upp í oddvitasætið. Guðni starfar nú sem framkvæmdastjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast með í kringum 2-4 prósent í Reykjavík sem þýðir að flokkurinn fengi að óbreyttu engan borgarfulltrúa. Guðni, sem er búsettur á Lindargötu í miðbæ Reykjavíkur, varð 65 ára fyrr í þessum mánuði. Hann hefur í aldarfjórðung haft aðsetur í bænum vegna starfa sinna á þingi og hefur sterkar skoðanir borgarpólitíkinni sem hann hefur fylgst með sem áhorfandi.Þarftu ekki að láta mæla stuðning við þig áður en þú tekur ákvörðun um að fara fram? „Ég hef aldrei staðið í því. Þetta verður allt að vera tilfinning sem þarf að ráða. Ég hef heldur enga ákvörðun tekið um það hvort ég leiði listann eða ekki. Þetta mun skýrast á allra næstu dögum,“ segir Guðni.Segir Sigmund Davíð styðja sig í oddvitasætiðVill formaður flokksins að þú leiðir listann? „Við höfum átt fund já, við Sigmundur Davíð. Og hann er stuðningsmaður þess.“ Guðni talar um neyðarkall flokksmanna í þessu samhengi. „Þetta er neyðarkall og það er spurning hvort menn svari neyðarkalli.“Hvenær liggur það svar fyrir? „Mér finnst líklegt að það verði á sumardaginn fyrsta eða svo,“ svarar Guðni.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira