Michael Phelps keppti í fyrsta sinn í sundlauginni í nótt þegar hann tók þátt í 100 m flugsundi á móti í Arizona.
Phelps hefur ekkert keppt síðan á Ólympíuleikunum í London árið 2012 en hann er einn sigursælasti sundkappi allra tíma.
Hann ætlaði að hætta eftir leikana en ákvað að byrja að synda aftur eftir að hann fór að bæta á sig aukakílóum á skömmum tíma.
„Þetta er bara eitt mót og eitt sund,“ sagði Phelps sem kom í mark á 52,13 sekúndum. Hann varð annar í greininni á eftir Ryan Lochte sem synti á 51,93 sekúndum.
Heimsmet Phelps í greininni er 49,82 sekúndur en það setti hann árið 2009. Hann náði þó lágmarkinu fyrir meistaramótið í Bandaríkjunum sem fer fram í ágúst.
Hann vill ekkert segja um framhaldið og segist aðeins synda sér til ánægjuauka. Hann tekur þátt í 50 m skriðsundi í dag.
Phelps tapaði fyrir Lochte í endurkomunni

Tengdar fréttir

Phelps snýr aftur í laugina
Michael Phelps, einn sigursælasti sundkappi sögunnar snýr aftur í laugina í næstu viku. Phelps sem hefur alls unnið til 22 verðlauna á Ólympíuleikunum mun taka þátt í keppni í Arizona um næstu helgi.

Phelps var fljótur að bæta á sig aukakílóum
Michael Phelps, einn sigursælasti sundkappi allra tíma, segir að áhyggjur af aukakílóunum hafi komið honum aftur af stað.