Þýski boltinn | Pizarro skoraði tvö í sigri Bayern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2014 22:22 Claudio Pizarro skorar fyrir Bayern München í dag. Vísir/Getty Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund. Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Bayern München lenti í tvígang undir á heimavelli gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, en tókst að snúa taflinu sér í vil í seinni hálfleik.Theodor Gebre Selaisse kom Brimarborgunum yfir á 10. mínútu, en Franck Ribery jafnaði tíu mínútum síðar. Aaron Hunt skoraði svo annað mark Werder Bremen á 36. mínútu, en gestirnir leiddu í hálfleik, 2-1. Í seinni hálfleik sýndu Þýskalandsmeistararnir svo mátt sinn og megin. Perúmaðurinn Claudio Pizarro - markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku úrvalsdeildarinnar - skoraði tvö mörk á fjórum mínútum og þeir Bastian Schweinsteiger og Arjen Robben bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Leikmenn Bayern spiluðu með sorgarbönd í minningu Titos Vilanova, fyrrverandi þjálfara Barcelona, sem lést í gær langt fyrir aldur fram eftir baráttu við krabbamein í hálsi. Vilanova og Pep Guardiola, þjálfari Bayern, voru aldavinir og fyrrum samstarfsfélagar hjá Barcelona, en Guardiola minntist félaga síns að leik loknum: „Það var erfitt fyrir mig að komast í gegnum leikinn í dag. Tito var meira en vinur. Sorgin mun fylgja mér það sem eftir er. Við vorum ungir, við vildum sigra heiminn og okkur tókst það," sagði Guardiola eftir leikinn í dag. Bayer Leverkusen og Borussia Dortmund skildu jöfn, 2-2, í leik þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Lars Bender kom Leverkusen yfir eftir sjö mínútna leik, en Oliver Kirch jafnaði á 29. mínútu. Gonzalo Castro kom Leverkusen yfir á nýjan leik á 35. mínútu, en það var síðan Marco Reus sem jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fjórum mínútum síðar. Dortmund situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, en Leverkusen er tveimur sætum neðar í töflunni.Úrslit dagsins: Bayern München 5-2 Werder Bremen Hertha Berlin 2-0 Braunschweig Mainz 05 2-0 Nürnberg Wolfsburg 2-2 Freiburg Hoffenheim 0-0 Eintracht Frankfurt Bayern Leverkusen 2-2 Borussia Dortmund.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Fleiri fréttir Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Sjá meira
Vilanova er látinn Þær fréttir voru að berast frá Spáni að Tito Vilanova, fyrrum þjálfari Barcelona, væri látinn aðeins 45 ára að aldri. 25. apríl 2014 16:31