Seung-Yul Noh sigraði í Louisiana 28. apríl 2014 00:51 Seung-Yul Noh lék frábært golf um helgina. AP/Vísir Seung-Yul Noh, 23 ára gamall Suður-Kóreubúi sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Zurich Classic mótinu sem fram fór á TPC Louisiana vellinum. Noh lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en hann leiddi mótið fyrir lokahringinn og sigldi svo sigrinum í land með lokahring upp á 71 högg. Öðru sætinu deildu þeir Andrew Svobota og Robert Steb á 17 höggum undir en Jeff Overton endaði einn í fjórða sæti á 16 höggum undir. Keegan Bradley sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn náði sér aldrei á strik í kvöld og lék á 75 höggum eða þremur yfir pari en mikill vindur gerði kylfingum lífið leitt eftir því sem leið á hringinn og voru skorin eftir því. Seung-Yul Noh hefur verið atvinnumaður síðan að hann var 17 ára gamall en hann var á sínum tíma yngsti kylfingur í sögunni til þess að sigra mót á evrópsku mótaröðinni. Núna hefur hann bætt titli á PGA-mótaröðinni í titlasafnið en fyrir sigurinn fær hann rúmlega 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt tveggja ára keppnisrétt á mótaröðinni. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Seung-Yul Noh, 23 ára gamall Suður-Kóreubúi sigraði á sínu fyrsta móti á PGA-mótaröðinni í kvöld en hann bar sigur úr býtum á Zurich Classic mótinu sem fram fór á TPC Louisiana vellinum. Noh lék hringina fjóra á 19 höggum undir pari en hann leiddi mótið fyrir lokahringinn og sigldi svo sigrinum í land með lokahring upp á 71 högg. Öðru sætinu deildu þeir Andrew Svobota og Robert Steb á 17 höggum undir en Jeff Overton endaði einn í fjórða sæti á 16 höggum undir. Keegan Bradley sem var í öðru sæti fyrir lokahringinn náði sér aldrei á strik í kvöld og lék á 75 höggum eða þremur yfir pari en mikill vindur gerði kylfingum lífið leitt eftir því sem leið á hringinn og voru skorin eftir því. Seung-Yul Noh hefur verið atvinnumaður síðan að hann var 17 ára gamall en hann var á sínum tíma yngsti kylfingur í sögunni til þess að sigra mót á evrópsku mótaröðinni. Núna hefur hann bætt titli á PGA-mótaröðinni í titlasafnið en fyrir sigurinn fær hann rúmlega 140 milljónir króna í verðlaunafé ásamt tveggja ára keppnisrétt á mótaröðinni.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira