Pistill Mikaels: Sjálfstæðisflokkurinn og Coca-Cola 13. apríl 2014 15:17 „Nú eru liðin sex ár frá hruni en enn eigum við jafn erfitt með að treysta stjórnmálaflokkum,“ segir Mikael Torfason í pistli sínum þessa vikuna. „Allir flokkar eru í vandræðum. Framsóknarflokkurinn mælist varla í Reykjavík, Samfylkingin beið afhroð í síðustu kosningum og Vinstri grænir ganga enn haltir eftir hjaðningavígin í síðustu ríkisstjórn.“ Mikael segist ekki tengja þetta viðhorf fólks við hrunið, heldur ráði eitthvað annað atriði för. „Lítum á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur í áranna rás höfðað til þeirra sem vilja stunda frjáls viðskipti, flokksins sem beitti sér fyrir EES-samstarfi og inngöngu Íslands í EFTA,“ segir Mikael. Hann segir að slíkur flokkur ætti að vera opinn í Evrópumálum og færir rök fyrir því að stefna flokksins gagnvart Evrópubandalaginu mótist af sérhagsmunastefnu. „Það er erfitt að lesa öðruvísi í stöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn, með alla sína glæstu sögu sem fjöldahreyfing, getur ekki réttlætt þá afstöðu að leyfa þjóðinni ekki að koma að kjörborðinu varðandi jafn stórt mál og Evrópusambandið,“ segir Mikael. Hann segir þetta synd að sumu leyti, því Sjálfstæðisflokkurinn sé jú frábært vörumerki, líkt og til dæmis Coca-Cola. „En væri Coke jafngott vörumerki ef fyrirtækið framleiddi bara Coke Zero? Ef það hugsaði bara um hagsmuni hluta viðskiptavina sinna?“ Hægt er að horfa á pistil Mikaels í heild sinni hér fyrir ofan. ESB-málið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
„Nú eru liðin sex ár frá hruni en enn eigum við jafn erfitt með að treysta stjórnmálaflokkum,“ segir Mikael Torfason í pistli sínum þessa vikuna. „Allir flokkar eru í vandræðum. Framsóknarflokkurinn mælist varla í Reykjavík, Samfylkingin beið afhroð í síðustu kosningum og Vinstri grænir ganga enn haltir eftir hjaðningavígin í síðustu ríkisstjórn.“ Mikael segist ekki tengja þetta viðhorf fólks við hrunið, heldur ráði eitthvað annað atriði för. „Lítum á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur í áranna rás höfðað til þeirra sem vilja stunda frjáls viðskipti, flokksins sem beitti sér fyrir EES-samstarfi og inngöngu Íslands í EFTA,“ segir Mikael. Hann segir að slíkur flokkur ætti að vera opinn í Evrópumálum og færir rök fyrir því að stefna flokksins gagnvart Evrópubandalaginu mótist af sérhagsmunastefnu. „Það er erfitt að lesa öðruvísi í stöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn, með alla sína glæstu sögu sem fjöldahreyfing, getur ekki réttlætt þá afstöðu að leyfa þjóðinni ekki að koma að kjörborðinu varðandi jafn stórt mál og Evrópusambandið,“ segir Mikael. Hann segir þetta synd að sumu leyti, því Sjálfstæðisflokkurinn sé jú frábært vörumerki, líkt og til dæmis Coca-Cola. „En væri Coke jafngott vörumerki ef fyrirtækið framleiddi bara Coke Zero? Ef það hugsaði bara um hagsmuni hluta viðskiptavina sinna?“ Hægt er að horfa á pistil Mikaels í heild sinni hér fyrir ofan.
ESB-málið Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira