NBA: San Antonio, Miami og OKC töpuðu öll í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2014 08:31 Dwyane Wade skoraði "bara" 9 stig í leiknum í nótt. Vísir/AP Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni. NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira
Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.Trevor Ariza skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards sem vann 114-93 sigur á Miami Heat en meistararnir ákváðu að hvíla bæði LeBron James og Chris Bosh í leiknum. Michael Beasley skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en tapið þýðir að Indiana Pacers hefur gulltryggt sér heimavallarrétt út úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Joakim Noah var með 18 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 108-95 sigur á Orlando Magic og heldur um leið enn í vonina um að ná þriðja sætinu í Austrinu af Toronto Raptors. Til að svo verði þarf Chicago að vinna lokaleik sinn á móti Charlotte á sama tíma og Toronto tapar fyrir New York.Chandler Parsons skoraði 21 stig og þeir Dwight Howard og Terrence Jones voru báðir með 20 stig þegar Houston Rockets vann 104-98 sigur á San Antonio Spurs. Houston tryggði sér fjórða sætið með þessum sigri og þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar á móti Portland. Marco Belinelli skoraði mest fyrir Spurs eða 17 stig en þeir Tim Duncan, Tony Parker og Manu Ginobili spiluðu lítið í leiknum.Tyreke Evans var rosalegur þegar New Orleans Pelicans endaði átta leikja taphrinu með því að vinna 101-89 sigur á Oklahoma City Thunder. Tyreke Evans var með 41 stig, 9 frásköst og 8 stoðsendingar í leiknum en hann hefur aldrei skorað meira í einum NBA-leik. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir OKC sem tapaði sínum öðrum leiknum í röð. Liðið þarf einn sigur til viðbótar til að gulltryggja annað sætið í Vestrinu.Nick Young skoraði 41 stig fyrir Los Angeles Lakers í 119-104 sigri á Utah Jazz en Lakers-liðið var búið að tapa sjö leikjum í röð fyrir leikinn.Zach Randolph var með 32 stig fyrir Memphis Grizzlies sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 97-91 sigri á Phoenix Suns en bæði liðin voru að keppa um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Grizzlies-liðið skoraði sex síðustu stig leiksins.Stephen Curry var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 130-120 sigur á Minnesota Timberwolves en Golden State liðið lenti mest 19 stigum undir í fyrri hálfleiknum. Minnesota-maðurinn Kevin Love skoraði 22 af 40 stigum sínum í leiknum strax í fyrsta leikhlutanum en hann var einnig með 14 fráköst og 9 stoðsendingar.Úrslit í öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Philadelphia 76ers Boston Celtics 113-108 Toronto Raptors Milwaukee Bucks 110-100 Washington Wizards Miami Heat 114-93 Atlanta Hawks Charlotte Bobcats 93-95 Chicago Bulls Orlando Magic 108-95 Houston Rockets San Antonio Spurs 104-98 New Orleans Pelicans Oklahoma City Thunder 101-89 Utah Jazz LA Lakers 104-119 Phoenix Suns Memphis Grizzlies 91-97 Golden State Warriors Minnesota Timberwolves 130-120Staðan í NBA-deildinni.
NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Sjá meira