Engar líkur á því að Ísland komist bakdyramegin inn á HM í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2014 12:15 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira
Íslenska landsliðið í fótbolta rétt missti af HM í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í sumar eftir tap í umspili á móti Króatíu í lok síðasta árs. Það eru hinsvegar engar líkur á því að íslenska landsliðið geti komist bakdyramegin inn samkvæmt Geir Þorsteinssyni formanni íslenska knattspyrnusambandsins. Framganga Dana á EM í Svíþjóð árið 1992 er mörgum enn í fersku minni en dönsku landsliðsmennirnir voru margir komnir í frí á sólarströnd þegar Danir fengu sæti Júgóslavíu sem var vísað úr keppninni vegna borgarastríðsins á Balkanskaganum. Danir fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, þekkir vel til hjá UEFA og FIFA en hann segir engar líkur vera á því að Rússar missi keppnisrétt sinn á HM í Brasilíu í sumar vegna ástandsins á Krímskaganum og annarsstaðar í Úkraínu. Vísir heyrði í Geir í morgun enda voru sumir farnir að velta því fyrir sér hvort það gæti gerst og hvað myndi gerast ef að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM í sumar. Rússar eru í H-riðlinum með Belgíu, Alsír og Suður-Kóreu á HM í Brasilíu. „Það hefur komið skýrt fram hjá FIFA að Rússar verði með," sagði Geir og rifjaði upp frétt á dögunum þar sem Bandaríkjamenn vildu að Rússum yrði meinuð þátttaka á HM og að sama skapi vildu Rússarnir að Bandaríkjamenn fengu ekki að vera með. Þá var afstaða FIFA skýr. „Ég held að það séu engar líkur á því að einhverri þjóð verði úthýst," sagði Geir en hvað myndi þá gerast? „Ég held að það séu engar skrifaðar reglur til um hvað gerist við svona aðstæður og það væri þá framkvæmdastjórn FIFA eða neyðarnefnd FIFA sem tæki ákvörðun um slíkt. Svo er líka til sérstök nefnd sem fjallar um HM-keppnina sjálfa," segir Geir. „Ég tel það mjög vafasamt að þjóð verði útlokuð útaf svona málum því það hefur verið ýmislegt í gangi í heiminum þegar lið hafa mæst á fótboltavellinum. Ef það væri einhver þjóð sem gæti af einhverjum ástæðum ekki tekið þátt í HM eða yrði útlokuð útaf þá mun bara FIFA sjálft ákveða hvað gerist í slíku tilfelli," segir Geir og spyr síðan á móti „Hver væri þá röksemdarfærslan fyrir því að við ættum möguleika á sætinu?" Geir er því þess fullviss að hann fái ekki fyrirspurn frá FIFA á næstum vikum um hvort Ísland gæti verið með á HM í Brasilíu. Eins og hann bendir líka réttilega á þá er bæði afar ólíklegt að sætið losni sem og að íslenska liðið er væntanlega aftarlega á listanum yfir þær þjóðir sem koma til greina í staðinn fyrir Rússa. Úkraína væri þá kannski líklegasti kosturinn fyrir FIFA því úkraínska þjóðin má bæði þola yfirgang Rússa sem og að úkraínska landsliðið var það lið í umspili UEFA sem tapaði með minnstum mun.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Sjá meira