NBA í nótt: Wizards í úrslitakeppnina og enn einn sigur Spurs Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 09:00 John Wall og Bradley Beal fagna í nótt. Vísir/AP Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár með sigri á Boston í NBA-deildinni í nótt, er alls þrettán leikir fóru fram.Washington vann Boston, 118-92, með 22 stigum frá Marcin Gortat. John Wall bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Þetta var 39. sigur liðsins á tímabilinu en Washington hafði síðustu fimm tímabil á undan aldrei komist yfir 30 sigra. Liðið er nú í sjötta sæti austurdeildarinnar.Charlotte er svo í sjöunda sætinu en liðið vann Philadelphia í nótt, 123-93. Al Jefferson var með 25 stig og tíu fráköst og færðist liðið þar með nær sínu fyrsta sæti í úrslitakeppninni síðan 2010.New York komst svo upp í áttunda sætið með sigri á grönnum sínum í Brooklyn, 110-81. JR Smith var með 24 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 23 stigum í öruggum sigri Knicks. New York komst upp í áttunda sætið á kostnað Atlanta sem hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar og tapaði enn einum leiknum í nótt, í þetta sinn fyrir Chicago á heimavelli, 105-92. Atlanta hefur nú tapað 21 af 28 síðustu leikjum sínum í deildinni og þarf verulegan viðsnúning á gengi liðsins ætli það sér að gera atlögu að áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.Cleveland virðist ef til vill líklegra til að veita Knicks samkeppni um áttunda sætið en liðið vann Orlando í nótt, 119-98, og er í tíunda sætinu með 31 sigur - tveimur á eftir Knicks.Dion Witers skoraði 26 stig fyrir Cleveland í leiknum og þeir Spencer Hawes og Tristan Thompson 20 hvor. Kyrie Irving skilaði sautján stigum í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Topplið austurdeildarinnar - Miami, Indiana, Toronto og Chicago - unnu öll leiki sína í nótt og breyttist því staða liðanna ekkert. Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppninni vestanmegin er ekki síður spennandi en liðin í 7.-9. sæti eru öll hnífjöfn með 44 sigra og 31 tap. Memphis og Phoenix fengu þó tækifæri til að komast upp fyrir Dallas í nótt en töpuðu bæði leikjum sínum.Minnesota vann Memphis, 102-88, þar sem Kevin Love var með sína þriðju þreföldu tvennu á ferlinum - 24 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar. Ricky Rubio var svo með fjórtán stig og sjö stosðsendingar.LA Clippers vann Phoenix, 112-108. Darren Collison og Blake Griffin skoruðu 23 stig hvor fyrir Clippers en Phoenix lét leikinn renna sér úr höndum eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í þriðja leikhluta.San Antonio er svo á toppnum í vestrinu en liðið vann Golden State í nótt, 111-90. Tony Parker skoraði átján stig og Tim Duncan fimmtán en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Sigur Spurs var öruggur og gat Gregg Popovich leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Oklahoma City og Clippers koma svo næst á eftir í vestrinu og hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Houston, Portland og Golden State koma svo í næstu sætum á eftir.Úrslit næturinnar: Indiana - Detroit 101-94 New York - Brooklyn 110-81 Orlando - Cleveland 98-119 Philadelphia - Charlotte 93-123 Toronto - Houston 107-103 Washington - Boston 118-92 Atlanta - Chicago 92-105 Miami - Milwaukee 96-77 Minnesota - Memphis 102-88 San Antonio - Golden State 111-90 Denver - New Orleans 137-107 Phoenix - LA Clippers 108-112 Sacramento - LA Lakers 107-102 NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Washington Wizards tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn í sex ár með sigri á Boston í NBA-deildinni í nótt, er alls þrettán leikir fóru fram.Washington vann Boston, 118-92, með 22 stigum frá Marcin Gortat. John Wall bætti við þrettán stigum og tíu stoðsendingum. Þetta var 39. sigur liðsins á tímabilinu en Washington hafði síðustu fimm tímabil á undan aldrei komist yfir 30 sigra. Liðið er nú í sjötta sæti austurdeildarinnar.Charlotte er svo í sjöunda sætinu en liðið vann Philadelphia í nótt, 123-93. Al Jefferson var með 25 stig og tíu fráköst og færðist liðið þar með nær sínu fyrsta sæti í úrslitakeppninni síðan 2010.New York komst svo upp í áttunda sætið með sigri á grönnum sínum í Brooklyn, 110-81. JR Smith var með 24 stig, átta fráköst og sex stoðsendingar og Carmelo Anthony bætti við 23 stigum í öruggum sigri Knicks. New York komst upp í áttunda sætið á kostnað Atlanta sem hefur gefið verulega eftir síðustu vikurnar og tapaði enn einum leiknum í nótt, í þetta sinn fyrir Chicago á heimavelli, 105-92. Atlanta hefur nú tapað 21 af 28 síðustu leikjum sínum í deildinni og þarf verulegan viðsnúning á gengi liðsins ætli það sér að gera atlögu að áttunda sætinu sem er það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni.Cleveland virðist ef til vill líklegra til að veita Knicks samkeppni um áttunda sætið en liðið vann Orlando í nótt, 119-98, og er í tíunda sætinu með 31 sigur - tveimur á eftir Knicks.Dion Witers skoraði 26 stig fyrir Cleveland í leiknum og þeir Spencer Hawes og Tristan Thompson 20 hvor. Kyrie Irving skilaði sautján stigum í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Topplið austurdeildarinnar - Miami, Indiana, Toronto og Chicago - unnu öll leiki sína í nótt og breyttist því staða liðanna ekkert. Spennan um síðustu sætin í úrslitakeppninni vestanmegin er ekki síður spennandi en liðin í 7.-9. sæti eru öll hnífjöfn með 44 sigra og 31 tap. Memphis og Phoenix fengu þó tækifæri til að komast upp fyrir Dallas í nótt en töpuðu bæði leikjum sínum.Minnesota vann Memphis, 102-88, þar sem Kevin Love var með sína þriðju þreföldu tvennu á ferlinum - 24 stig, sextán fráköst og tíu stoðsendingar. Ricky Rubio var svo með fjórtán stig og sjö stosðsendingar.LA Clippers vann Phoenix, 112-108. Darren Collison og Blake Griffin skoruðu 23 stig hvor fyrir Clippers en Phoenix lét leikinn renna sér úr höndum eftir að hafa verið með sautján stiga forystu í þriðja leikhluta.San Antonio er svo á toppnum í vestrinu en liðið vann Golden State í nótt, 111-90. Tony Parker skoraði átján stig og Tim Duncan fimmtán en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð sem er félagsmet. Sigur Spurs var öruggur og gat Gregg Popovich leyft sér að hvíla lykilmenn í leiknum. Oklahoma City og Clippers koma svo næst á eftir í vestrinu og hafa tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni. Houston, Portland og Golden State koma svo í næstu sætum á eftir.Úrslit næturinnar: Indiana - Detroit 101-94 New York - Brooklyn 110-81 Orlando - Cleveland 98-119 Philadelphia - Charlotte 93-123 Toronto - Houston 107-103 Washington - Boston 118-92 Atlanta - Chicago 92-105 Miami - Milwaukee 96-77 Minnesota - Memphis 102-88 San Antonio - Golden State 111-90 Denver - New Orleans 137-107 Phoenix - LA Clippers 108-112 Sacramento - LA Lakers 107-102
NBA Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira