Járndómarinn Bavetta kominn með 2633 leiki í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 23:30 Vísir/Getty Dick Bavetta er einn þekktasti körfuboltadómari heims en þessi 74 ára nagli hefur ekki misst af leik í 39 ár. Bavetta hóf ferilinn árið 1975 og hefur ekki þurft að boða forföll síðan þá, hvorki vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í gærkvöldi dæmdi hann sinn 2633. leik í röð. „Þetta er ekkert sem ég hugsa um. Ætli ég hafi ekki fengið vinnusemina frá foreldrum mínum. Mér hefur ávallt fundist að maður eigi að fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu,“ segir Bavetta. „Það er svo kannski guðslukka að maður hafi ekki misst af leik vegna veðurs eða álíka ástæðum. Guð gaf mér líka góða heilsu,“ bætti hann við. Hann hefur þó þurft að beita ýmsum brögðum til að komast tímanlega á leiðarenda, ef flugsamgöngur hafa til að mynda brugðist. Hann hefur ekki sett það fyrir sig að leigja bíl og keyra frá Toronto til Cleveland.Vísir/Getty „Það er bara innprentað í mann að maður eigi ekki að missa af leik. Mér hefur alltaf fundist að ég væri þá að trufla einhvern annan og fjöldskyldu viðkomandi ef ég þyrfti að afboða mig,“ sagði Bavetta. Bavetta hefur dæmt alls 270 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og 27 sinnum í lokaúrslitunum. Hann á þrjá stjörnuleiki að baki og dæmdi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Dómarar í NBA-deildinni dæma 82 leiki á ári en Bavetta telur að hann dæmi að jafnaði 12-15 leiki á mánuði. Hann gerir allar sínar ferðaáætlanir sjálfur og kemur sér á milli staða. Ástæða þess að Bavetta var heiðraður í gær var að hann tók þar með fram úr Cal Ripken yngri sem spilaði 2632 leiki í röð á hafnaboltaferli sínum.Vísir/Getty NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Dick Bavetta er einn þekktasti körfuboltadómari heims en þessi 74 ára nagli hefur ekki misst af leik í 39 ár. Bavetta hóf ferilinn árið 1975 og hefur ekki þurft að boða forföll síðan þá, hvorki vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Í gærkvöldi dæmdi hann sinn 2633. leik í röð. „Þetta er ekkert sem ég hugsa um. Ætli ég hafi ekki fengið vinnusemina frá foreldrum mínum. Mér hefur ávallt fundist að maður eigi að fá sanngjörn laun fyrir sanngjarna vinnu,“ segir Bavetta. „Það er svo kannski guðslukka að maður hafi ekki misst af leik vegna veðurs eða álíka ástæðum. Guð gaf mér líka góða heilsu,“ bætti hann við. Hann hefur þó þurft að beita ýmsum brögðum til að komast tímanlega á leiðarenda, ef flugsamgöngur hafa til að mynda brugðist. Hann hefur ekki sett það fyrir sig að leigja bíl og keyra frá Toronto til Cleveland.Vísir/Getty „Það er bara innprentað í mann að maður eigi ekki að missa af leik. Mér hefur alltaf fundist að ég væri þá að trufla einhvern annan og fjöldskyldu viðkomandi ef ég þyrfti að afboða mig,“ sagði Bavetta. Bavetta hefur dæmt alls 270 leiki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og 27 sinnum í lokaúrslitunum. Hann á þrjá stjörnuleiki að baki og dæmdi á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992. Dómarar í NBA-deildinni dæma 82 leiki á ári en Bavetta telur að hann dæmi að jafnaði 12-15 leiki á mánuði. Hann gerir allar sínar ferðaáætlanir sjálfur og kemur sér á milli staða. Ástæða þess að Bavetta var heiðraður í gær var að hann tók þar með fram úr Cal Ripken yngri sem spilaði 2632 leiki í röð á hafnaboltaferli sínum.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira