Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Fanney Birna Jónsdóttir og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. apríl 2014 10:41 Úr héraðsdómi í morgun. vísir/gva Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfestir og einn ákærðu í Aurum-málinu svokallaða, gagnrýndi sérstakan saksóknara harðlega í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. „Það er greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu, einungis til sektar,“ sagði Jón Ásgeir við skýrslutöku. Í málinu eru auk Jóns þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, sem báðir voru starfsmenn Glitnis, ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Jón sagðist hafa haft stöðu grunaðs manns í tólf ár hjá sérstökum saksóknara og fyrirrennara hans. Hann sagði að svo virtist sem sérstakur saksóknari kynni ekki ákveðnar reglur um saksókn; að þeir sem rannsaki saksókn skuli vinna að því að hið sanna komi í ljós og gæta jafnt að því sem leiði til sektar og sýknu. Jón er ákærður fyrir hlutdeild í broti Lárusar með því að hafa með fortölum og hvatningu stuðlað að því að brotið var framið. Hann sagði við skýrslutöku í morgun að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir hvernig Glitnir hagaði sínum lánamálum. Ekkert óeðlilegt væri við það að ýta á eftir málum. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, spurði Jón hvort hann hefði verið í þeirri aðstöðu að geta haft áhrif á framgang lánamála Glitnis. „Nei, enda kemur það fram í gögnum. Það er ekki glæpur að koma með hugmyndir,“ sagði Jón. Aðspurður sagðist hann ekki hafa fengið neina sérmeðferð hjá Glitni. „Ef eitthvað er þá fékk ég verri meðferð en annars.“ Aðalmeðferð heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01
Aðalmeðferð í Aurum málinu í dag Stefnt á að Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi viðskiptastjóri beri vitni í dag. Jón Ásgeir Jóhannesson beri vitni á morgun. 3. apríl 2014 08:41