NBA í nótt: Houston í úrslitakeppnina en Durant jafnaði Jordan | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. apríl 2014 11:02 Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira
Houston Rockets tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni annað árið í röð með góðum sigri á sterku liði Oklahoma City, 111-107, en alls fóru fjórtán leikir fram í NBA-deildinni í nótt.James Harden skoraði 39 stig gegn sínu gömlu félögum og kom sínum mönnum aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð. Leikurinn var þrátt fyrir tapið sögulegur fyrir Kevin Durant hjá Oklahoma City en hann skoraði 28 stig í nótt. Þetta var 40. leikurinn í röð þar sem Durant skorar minnst 25 stig en þar með jafnaði hann 27 ára gamalt met sem var í eigu Michael Jordan.Dwight Howard og Patrick Bereley eru enn frá vegna meiðsla í liði Houston en það kom ekki að sök í nótt. Houston er í fjórða sæti vesturdeildarinnar en Portland er næst á eftir og þarf bara einn sigur til að tryggja sitt sæti í úrslitakeppninni.Portland tapaði þó fyrir Phoenix, 109-93, en sigurinn var afar mikilvægur fyrir síðarnefnda liðið. Gerald Green skoraði 32 stig fyrir Phoenix, þar af átján í síðari hálfleik. Phoenix er í harðri baráttu við Dallas og Memphis um 7.-8. sætið í vestrinu en síðarnefndu tvö liðin unnu þó bæði leiki sína í nótt. Phoenix er því enn í níunda sætinu sem stendur. Í austrinu tapaði topplið Miami fyrir Minnesota í tvíframlengdum leik, 122-121. Minnesota er úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en hafði þó sigur gegn ríkjandi meisturum.Corey Brewer setti niður annað vítakastið sitt þegar 1,8 sekúndur voru eftir af síðari framlengingunni og dugði það til. Kevin Love skoraði 28 stig og tók ellefu fráköst fyrir Minnesota.LeBron James skoraði 34 stig fyrir Miami og Mario Chalmers og Chris Bosh voru með 24 stig hvor.Indiana fékk þar með gullið tækifæri að jafna Miami á toppnum en tapaði fyrir Toronto á útivelli, 102-94. Þetta var fimmti sigur Toronto í síðustu sex leikjum liðsins. Toronto og Chicago eru hnífjöfn í 3.-4. sæti í austurinu og komin áfram í úrslitakeppnina ásamt Brooklyn og Washington sem koma næst á eftir. Þrjú síðastnefndu liðin unnu öll leikina sína í nótt.Charlotte er í sjöunda sætinu og svo gott sem öruggt áfram. Liðið vann Orlando í nótt, 91-80, þar sem Al Jefferson var með 29 stig og sextán fráköst. Atlanta og New York eiga svo í harðri baráttu um áttunda og síðasta sætið í austrinu sem veitir þáttökurétt í úrslitakeppninni.Atlanta vann afar mikilvægan sigur á Cleveland í nótt, 117-98, en Knicks gaf eftir í baráttunni með því að tapa fyrir Washington á lokasekúndunum, 90-89. Bradley Beal var hetja Wizards í þeim leik.Úrslit næturinnar: Memphis - Denver 100-92 Charlotte - Orlando 91-80 Toronto - Indiana 102-94 Atlanta - Cleveland 117-98 Boston - Philadelphia 102-111 Brooklyn - Detroit 116-104 Miami - Minnesota 121-122 New York - Washington 89-90 Chicago - Milwaukee 102-90 Utah - New Orleans 100-96 Houston - Oklahoma City 111-107 Portland - Phoenix 93-109 Golden State - Sacramento 102-69 LA Lakers - Dallas 95-107Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Sjá meira