Víkingur vann nauman sigur á Haukum, 2-1, í Lengjubikarnum í dag. Varnarmaðurinn Alan Lowing var hetja Víkinga.
Lowing, sem hefur leikið með Fram síðustu ár, skoraði sigurmark leiksins í uppbótartíma.
Agnar Darri Sverrisson kom Víkingi yfir í fyrri hálfleik en Andri Gíslason jafnaði metin fyrir Hauka í þeim síðari.
Víkingur komst með sigrinum í 8-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjórtán stig á toppi 3. riðils. Haukar eru neðstir með þrjú stig.
Lowing tryggði Víkingum sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
