Fimm ára drengur hakkaði Xbox-tölvu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. apríl 2014 18:13 Kristoffer litli er seigur hakkari. Fimm ára drengur náði að hakka sig í gegnum öryggiskerfi Xbox-1 leikjatölvunnar, sem gefin er út af tölvurisanum Microsoft. Kristoffer Von Hassel, sem er frá San Diego í Bandaríkjunum, tókst að brjótast inn á reikning föður síns og komast framhjá beiðni um lykilorð. Hann gat því spilað leiki sem voru bannaðir – leikir sem faðir hans hafði læst inni á sínum reikning. Aðferðin sem Kristoffer notaði var ekki flókin. Þegar hann var krafinn um lykilorð til að komast inn á reikning föður síns ýtti hann einfaldlega á bil (e. space-bar). Flóknari var aðgerðin ekki, en hún dugði til þess að komast í leikina sem drengnum var bannað að spila. Faðir hans, Robert Davies, er ótrúlega stoltur af syni sínum fyrir þetta. Davies vinnur nefnilega við þróun öryggishugbúnaðar í tölvur. Þeir feðgar höfðu samband við Microsoft og tilkynntu þeim um þennan galla. Þeir hjá Microsoft brugðust vel við þessari ábendingu og voru fljótir að titla Kristoffer sem „rannsakanda í öryggismálum“. Þegar Kristoffer var tjáð að nafn hans væri nú að finna á heimasíðu Microsoft sagði hann: „Ég verð frægur!“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hakkar sig framhjá kröfu um lykilorð á tölvubúnaði. Þegar hann var eins árs gamall komst hann framhjá barnalæsingu á síma föður síns – með því að halda inni „heima-takkanum“. Sannarlega klár strákur þarna á ferð. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CNN um þetta skemmtilega mál. Leikjavísir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Fimm ára drengur náði að hakka sig í gegnum öryggiskerfi Xbox-1 leikjatölvunnar, sem gefin er út af tölvurisanum Microsoft. Kristoffer Von Hassel, sem er frá San Diego í Bandaríkjunum, tókst að brjótast inn á reikning föður síns og komast framhjá beiðni um lykilorð. Hann gat því spilað leiki sem voru bannaðir – leikir sem faðir hans hafði læst inni á sínum reikning. Aðferðin sem Kristoffer notaði var ekki flókin. Þegar hann var krafinn um lykilorð til að komast inn á reikning föður síns ýtti hann einfaldlega á bil (e. space-bar). Flóknari var aðgerðin ekki, en hún dugði til þess að komast í leikina sem drengnum var bannað að spila. Faðir hans, Robert Davies, er ótrúlega stoltur af syni sínum fyrir þetta. Davies vinnur nefnilega við þróun öryggishugbúnaðar í tölvur. Þeir feðgar höfðu samband við Microsoft og tilkynntu þeim um þennan galla. Þeir hjá Microsoft brugðust vel við þessari ábendingu og voru fljótir að titla Kristoffer sem „rannsakanda í öryggismálum“. Þegar Kristoffer var tjáð að nafn hans væri nú að finna á heimasíðu Microsoft sagði hann: „Ég verð frægur!“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann hakkar sig framhjá kröfu um lykilorð á tölvubúnaði. Þegar hann var eins árs gamall komst hann framhjá barnalæsingu á síma föður síns – með því að halda inni „heima-takkanum“. Sannarlega klár strákur þarna á ferð. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt CNN um þetta skemmtilega mál.
Leikjavísir Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent