Durant komst fram úr Jordan í tapleik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 09:06 Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta, komst í nótt fram úr Michael Jordan með því að skora 25 stig eða meira í 41 leik í röð. Jordan skoraði 25 stig eða meira í 40 leikjum í röð tímabilið 1986/1987. Durant gerði gott betur en það og skoraði 38 stig í nótt auk þess sem hann tók 11 fráköst en það dugði ekki til því spútniklið Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og vann OKC á heimavelli, 122-115.Goran Dragic heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Phoenix. Slóveninn sem hefur komið svo skemmtilega á óvart á tímabilinu var stigahæstur heimamanna með 26 stig og það er ekki síst honum að þakka að liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Tíu flottustu tilþrif næturinnar Indiana Pacers er búið að missa efsta sætið í austurdeildinni til Miami Heat en liðið hefur átt skelfilegu gengi að fagna undanfarið og tapað sjö af síðustu tíu leikjum sínum. Indiana tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 107-88, sem er sérstaklega slæmt því Atlanta er búið að vera eitt alversta liðið eftir áramót. Haukarnir unnu meira að segja á hinum erfiða heimavelli í Indiana, 107-88.Jeff Teague skoraði 25 stig fyrir gestina en Paul George skoraði 18 stig fyrir Indiana. Stóri maðurinn, Roy Hibbert, er ólíkur sjálfum sér þessa dagana en miðherjinn öflugi skoraði ekki körfu í fimm tilraunum og tók ekki eitt frákast á þeim níu mínútum sem hann spilaði í nótt. Miami Heat er því búið að hirða efsta sætið af Indiana í austrinu og verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina í austurdeildinni fari Indiana ekki að taka sig á. Það er einmitt það sem Indiana vill ekki; að lenda mögulega í leik sjö í úrslitum austurdeildarinnar í Miami eins og gerðist í fyrra. Miami vann New York Knicks í nótt, 102-91, þar sem LeBron James var sjóðheitur með 38 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar. J.R. Smith skoraði 32 stig fyrir New York sem er enn í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni.Úrslit næturinnar: Miami Heat - New York Knicks 91-102 Los Angeles Clippers - Los Angeles Lakers 120-97 Sacramento Kings - Dallas Mavericks 91-93 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 88-107 Houston Rockets - Denver Nuggets 130-125 San Antonio Spurs - Memphis Grizzlies 112-92 Golden State Warriors - Utah Jazz 130-102 Phoenix Suns - Oklahoma City Thunder 122-115 Portland Trail Blazers - New Orleans Pelicans 100-94Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira