Frábær lokahringur tryggði Lexi Thompson sigur á Kraft Nabisco meistaramótinu 7. apríl 2014 10:49 Thompson fagnar titlinum ásamt fjölskyldu og vinum. AP/Vísir Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn. Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Lexi Thompson á eflaust aldrei eftir að gleyma gærdeginum en hún sigraði á sínu fyrsta risamóti, Kraft Nabisco meistaramótinu sem fram fór á Mission Hills í Kaliforníu. Thompson er aðeins 19 ára gömul en þetta er hennar fjórði sigur á LPGA-mótaröðinni og hefur hún á stuttum tíma orðið einn vinsælasti kvenkylfingur heims. Hún lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari en Michelle Wie endaði í öðru sæti á 11 höggum undir. Thompson var jöfn Wie fyrir lokahringinn á tíu höggum undir pari en leiðir skildust nánast í byrjun þar sem Thompson fékk þrjá fugla á fyrstu fimm holunum. Michelle Wie lék fyrri níu holurnar á einu höggi yfir pari og munurinn á milli þeirra því fjögur högg þegar að lokahringurinn var hálfnaður. Thomson gerði engin mistök á seinni níu, paraði allar holurnar og endaði hringinn á 68 höggum eða fjórum undir pari. Michelle Wie klóraði í bakkann á seinni níu en það var of seint og hún lék lokahringinn á 71 höggi, einu undir pari og endaði mótið í öðru sæti.Stacy Lewis náði þriðja sætinu með góðum lokahring upp á 69 högg en hún var nánast aldrei í baráttunni um sigurinn. Hér fyrir ofan má sjá Thomson fagna titlinum en hefð er fyrir því á Kraft Nabisco meistaramótinu að sigurvegarinn taki smá sundsprett í tjörninni við lokaholuna. Thompson hafði ríka ástæðu til þess að fagna enda fékk hún rúmlega 35 milljónir króna fyrir sigurinn.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti