Kannast ekki við að hafa veitt samþykki fyrir Aurum Holding-láninu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2014 11:24 Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu leiði líkur að því að hann hefði framið brot. vísir/heiða Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Aðalmeðferð í Aurum Holding-málinu hélt áfram í dag. Nú fyrir hádegi hafa verið teknar skýrslur af þáverandi meðlimum áhættunefnar Glitnis en meðal þeirra var Rósant Már Torfason, fyrrverandi fjármálastjóri bankans. Fram kom að Rósant hefði fengið svokallaða friðhelgi frá embætti sérstaks saksóknara, það er að hann myndi ekki sæta ákæru þrátt fyrir að gögn eða upplýsingar sem hann kynni að veita embættinu myndu leiða líkur að því að hann hefði framið brot. Rósant kannaðist ekki við að hafa veitt samþykki sitt fyrir lánveitingu bankans til félagsins FS38 en samkvæmt gögnum málsins mun lánið hafa verið samþykkt á svokallaðri millifundasamþykkt. Fyrir þeirri samþykkt eru skráðir téður Rósant og ákærðu Lárus Welding og Magnús Arnar Arngrímsson. Rósant sagði að það hefði verið ómögulegt að hann hefði getað veitt samþykki sitt fyrir láninu á þeim tíma þar sem hann hafi verið utan net- og símasambands á norðanverðum Vestfjörðum á sama tíma. Hann hafi ekki orðið var við að nafn hans væri notað til að veita láninu samþykki fyrr en slitastjórn Glitnis höfðaði einkamál á hendur sér og öðrum vegna lánveitingarinnar. Var hann þá mjög hissa á því að sjá nafn sitt skráð í skjölum vegna hennar. Rósant sagði jafnframt að sér hefði þótt eðlilegt að ákvörðun um lánveitinguna hefði farið fyrir stjórn bankans sem og að hann hefði verið mótfallinn lánveitingunni þar sem tryggingar fyrir henni voru ekki nægilegar. Aðspurður hvort Lárus hafi verið undir þrýstingi að veita lánið sagðist Rósant ekki muna sérstaklega eftir að hafa orðið þess áskynja. En eftir að hafa kynnt sér málið á seinni stigum og skoðað tölvupósta þá hafi honum virst sem nokkur þrýstingur hafi verið á Lárus. Lárusi hafi jafnframt verið mjög blátt áfram um að málið yrði klárað. Vitnaskýrslur halda áfram nú eftir hádegi þar sem fleiri meðlimir áhættunefndar Glitnis gefa sínar skýrslur og þar á eftir aðrir starfsmenn bankans og aðrir sérfræðingar. Búist er við því að stjórn bankans gefi skýrslu á morgun.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41 Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29 Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Jón Ásgeir: „Greinilegt að það er ekki verið að rannsaka málið til sýknu“ Aðalmeðferð Aurum-málsins heldur áfram í Hérðasdómi Reykjavíkur. 4. apríl 2014 10:41
Starfsmaður Glitnis vildi að farið yrði varlega við lánveitingu vegna Aurum Mikið magn af tölvupóstum liggur fyrir í málinu sem bornir voru undir hlutaðeigandi og lýsa oft og tíðum skrautlegum samskiptum milli manna í tengslum við málið. 4. apríl 2014 19:29
Fyrsti dagur Aurum-málsins: Lárus Welding segir hvatir embættis sérstaks saksóknara sér ráðgátu Verjendur gagnrýndu sérstakan saksóknara fyrir að halda að sér gögnum. Sérstakur spurði Lárus ítarlega út í ferli við lánveitingu og áhættu fyrir Glitni. 3. apríl 2014 13:01