Lotus fær hjálp frá breska ríkinu Finnur Thorlacius skrifar 8. apríl 2014 16:15 Lotus Evora. Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Breski sportbílaframleiðandinn Lotus á í miklum fjárhagserfiðleikum og hefur breska ríkið nú hlaupið undir bagga til að tryggja störf hjá Lotus. Lotus mun fá 1,9 milljarða króna aðstoð, en það getur ekki talist mikið í samanburði við þá aðstoð sem sumir af bandarísku stóru bílaframleiðendunum fengu frá bandaríska og kanadíska ríkinu í kjölfar hrunsins, né heldur stuðningur franska ríkisins við frönsku bílaframleiðendurna. Þessi stuðningur breska ríkisins hefur staðið til í 3 ár, en var frestað vegna forstjóraskipta í Lotus í fyrra, er Dany Bahar yfirgaf fyrirtækið. Stuðningurinn mun tryggja hundruði nýrra starfa hjá Lotus og hjálpa fyrirtækinu að vaxa, en Lotus horfir fram á bjartari tíma með nýjum bílgerðum fyrirtækisins.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent